Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

10. fundur stjórnar LK 2017-2018

04.04.2018

Tíundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2017-2018, var haldinn sunnudagskvöldið 4. mars kl.21.00.

Símafundur.

Á fundinn mættu Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson og Elín Heiða Valsdóttir, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Bessi Vésteinsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert:

  1. Sérfræðiráðgjöf vegna EFTA-dóms.

Bændasamtökin hafa lagt til að fá sérfræðiráðgjöf vegna EFTA-dómsins og leita bæði til erlendra og innlendra sérfræðinga. Hefur borist tilboð í verkið og má ætla að hlutur Landssambands kúabænda nemi 800.000 krónum. Stjórn LK er sammála um mikilvægi þess að ráðast í slíka vinnu og munu samtökin ábyrgjast áðurnefnda upphæð. Er um að ræða gríðarstórt hagsmunamál fyrir greinina í heild og eðlilegt að allir kúabændur taki þátt í kostnaði þessum, þó enn sé einungis 64% þátttaka í Landssambandi kúabænda. Ekki gengur að einungis hluti kúabænda fjármagni hagsmunagæsluna fyrir alla. Því felur stjórn framkvæmdastjóra að leitast eftir fjármögnun frá afurðafyrirtækjum.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.25

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda