
10% drekka mjólk með pizzum og hamborgurum!
23.09.2004
Í morgun var framkvæmd ör-skoðanakönnun LK sem náði til 100 þátttakenda á Hvanneyri og í Borgarnesi. Fjórar spurningar voru lagðar fyrir viðmælendur og spurt um mjólkurdrykkju með pönnukökum, pizzum, hamborgurum og með kvöldmat almennt. Niðurstöður þessarar könnunar benda til þess að um 10% drekka mjólk oft eða alltaf með skyndibitanum, 75% með pönnukökum og 44% með kvöldmatnum. Niðurstöður könnunarinnar eru hér fyrir neðan.
Fjöldi svarenda í skyndikönnun LK 23. september 2004: 98 (40 konur og 58 karlar).
1 spurning: Drekkur þú mjólk með pönnukökum?
44% svöruðu alltaf, 32% oftast, 11% sjaldan og 13% aldrei
2. spurning: Drekkur þú mjólk með pizzu?
1% svaraði alltaf, 9% oftast, 35% sjaldan og 55% aldrei
3. spurning: Drekkur þú mjólk með hamborgara?
1% svaraði alltaf, 10% oftast, 32% sjaldan og 57% aldrei
4. spurning: Drekkur þú mjólk með kvöldmatnum?
14% svaraði alltaf, 31% oftast, 32% sjaldan og 24% aldrei
Svarendur voru á aldrinum 10-70 ára.
Rétt er að geta þess að vegna lítils úrtaks gefur niðurstaðan ekki endilega rétt mynd af neysluvenjum Íslendinga almennt.