1. fundur stjórnar LK 2019-2020
01.05.2019
Fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 10:00 í Bændahöllinni að Hagatorgi, 107 Reykjavík.
Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Herdís Magna Gunnarsdóttir, Jónatan Magnússon og Rafn Bergsson. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem mun leysa framkvæmdastjóra af í fæðingarorlofi, sat einnig fundinn. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.
Þetta var gert.
- Afgreiðsla fundargerða. Ritað undir fundargerðir fyrri funda sem áður hafa verið birtar á naut.is.
- Verkaskipting stjórnar. Herdís Magna Gunnarsdóttir kosin varaformaður með ölllum greiddum atkvæðum. Jónatan Magnússon kosinn ritari með öllum greiddum atkvæðum.
- Fundaráætlun stjórnar. Ákveðið að halda reglulega símafundi stjórnar annað hvert miðvikudagskvöld kl. 20:30. Jóhönnu Maríu falið að senda fundardagskrá á stjórnarmenn.
- Ályktanir aðalfundar LK 2019. Farið var yfir tillögur að afgreiðslu ályktana aðalfundar LK 2019. Margt fer beint inn í endurskoðun búvörusamninga.
- Tekjuskattur – Fyrirspurn send á Harald Benediktsson, flutningsmann tillögunnar, og ályktun send á alla þingflokka.
- Félagsgjöld LK – Afurðastöðvum tilkynnt um breytinguna frá og með 1. maí nk.
- Söfnun hagtalna í nautgriparækt – Ályktun send á BÍ og fylgja eftir á fundi.
- Sæðingagjöld – Ályktun send á BÍ og fylgja eftir á fundi.
- Heimavinnsla afurða – Ályktun send á BÍ og fylgja eftir á fundi.
- Afnám takmarkana á innflutningi ferskra dýraafurða – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig vísað í í umsögn LK vegna málsins sem skilað verður til atvinnuveganefndar í lok apríl.
- Bætt samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Vísað í í umsögn LK vegna afnáms frystiskyldu sem skilað verður til atvinnuveganefndar í lok apríl. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Tollvernd – Ályktun send sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Sameining Búnaðarstofu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti – Ályktun send á Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundum.
- Matvælasjóður – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig vísað í í umsögn LK vegna afnáms frystiskyldu sem skilað verður til atvinnuveganefndar í lok apríl.
- Upprunamerkingar matvæla – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig send á BÍ og afurðastöðvar í mjólk og kjöti.
- Endurskoðun tollasamnings við ESB – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og utanríkisráðherra og fylgt eftir á fundum.
- Skipan í stjórn RML – Ályktun send á BÍ
- Viðurlög við markaðssetningu umframmjólkur – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Hámark á greiðslumarkseign – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Verðlagning mjólkur – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Verðlagsnefnd – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Kvótamarkaður – Ályktun send á Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Notkun jurtafitu til framleiðslu kálfafóðurs – Ályktun send á Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Mjólkursamsöluna.
- Framleiðsluskylda – Tekin verður ákvörðun um framleiðsluskyldu næst í lok árs 2019.
- Vannýtt greiðslumark – Ályktun send á Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Efling markaðsstarfs fyrir íslenskt nautakjöt – Í vinnslu.
- Stefna afurðastöðva varðandi innflutning landbúnaðarafurða – Ályktun send á stjórnir afurðastöðva í eigu bænda.
- Aukin hagsmunagæsla – Ályktun send á BÍ
- Fræðsla til nautakjötsframleiðenda – Ályktun send á BÍ, RML og LbhÍ.
- Örsláturhús – Ályktun send á BÍ.
- Álagsgreiðslur á nautakjöt – Verður hluti af eflingu markaðsstarfsa fyrir íslenskt nautakjöt.
- Minni plastnotkun í landbúnaði – Ályktun send á BÍ og vinnuhóp um umhverfisstefnu BÍ.
- Kolefnisbinding landbúnaðarins – Ályktun send á BÍ og haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
- Endurgerð jarðræktarforritsins JÖRÐ – Ályktun send á BÍ.
- Opinber stuðningur í nautgriparækt – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Hluti af endurskoðun búvörusamninga.
- Kvíguskoðun – Ályktun send á RML
- Lyfjalög – Ályktun send til heilbrigðisráðherra.
- Samrekstur búa – Í vinnslu
- Endurskoðun búvörusamninga. Formaður fór yfir uppfærð drög að kröfugerð LK vegna nautgriparæktarsamnings í kjölfar aðalfundar og skoðanakönnunar meðal félaga LK og BÍ. Stjórn samþykkir drögin og framkvæmdastjóra falið að senda áfram á samninganefnd bænda. Formaður fór einnig yfir kröfugerð LK vegna rammasamnings (tollamál þ.m.t.), nautakjöt og umhverfismál. Nokkur umræða skapaðist um kolefnislosun nautgripa og rannsóknir og þróun í landbúnaði.
- Átaksverkefni í markaðssetningu nautakjöts. Formaður fór yfir stöðu verkefnis og hvernig best væri að nálgast viðfangsefnið. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.
- Rekstur á heimasíðu naut.is. Miklar umræður um þjónustu við vefinn naut.is sem og utanumhald og efnistök. Stjórn samþykkir að gera töluverðar breytingar. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.
- Önnur mál.
- Kynnt voru drög að bréfi til sláturleyfishafa þar sem falast er eftir þeirra framtíðarsýn á framleiðslu og -sölu á íslensku nautakjöti. Stjórn samþykkir og framkvæmdastjóri vinnur áfram.
- Verkefnið Örugg matvæli fer af stað fimmtudaginn 11. apríl. Arnar og Herdís tilbúin að taka að sér umfjöllun um verkefnið sé fyrirspurnum vísað til LK.
- Næsti aðalfundur samtakanna, framkvæmdastjóra falið að bera saman kostnað og umfang m.v. ólíkar staðsetningar um landið.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 14.45
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda