Beint í efni

1. fundur stjórnar LK 2019-2020

01.05.2019

Fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2018-2019, var haldinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 10:00 í Bændahöllinni að Hagatorgi, 107 Reykjavík.

 

Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Herdís Magna Gunnarsdóttir, Jónatan Magnússon og Rafn Bergsson. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem mun leysa framkvæmdastjóra af í fæðingarorlofi, sat einnig fundinn. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert.

 

  1. Afgreiðsla fundargerða. Ritað undir fundargerðir fyrri funda sem áður hafa verið birtar á naut.is.
  2. Verkaskipting stjórnar. Herdís Magna Gunnarsdóttir kosin varaformaður með ölllum greiddum atkvæðum. Jónatan Magnússon kosinn ritari með öllum greiddum atkvæðum.
  3. Fundaráætlun stjórnar. Ákveðið að halda reglulega símafundi stjórnar annað hvert miðvikudagskvöld kl. 20:30. Jóhönnu Maríu falið að senda fundardagskrá á stjórnarmenn.
  4. Ályktanir aðalfundar LK 2019. Farið var yfir tillögur að afgreiðslu ályktana aðalfundar LK 2019. Margt fer beint inn í endurskoðun búvörusamninga.
    1. Tekjuskattur – Fyrirspurn send á Harald Benediktsson, flutningsmann tillögunnar, og ályktun send á alla þingflokka.
    2. Félagsgjöld LK – Afurðastöðvum tilkynnt um breytinguna frá og með 1. maí nk.
    3. Söfnun hagtalna í nautgriparækt – Ályktun send á BÍ og fylgja eftir á fundi.
    4. Sæðingagjöld – Ályktun send á BÍ og fylgja eftir á fundi.
    5. Heimavinnsla afurða – Ályktun send á BÍ og fylgja eftir á fundi.
    6. Afnám takmarkana á innflutningi ferskra dýraafurða – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig vísað í í umsögn LK vegna málsins sem skilað verður til atvinnuveganefndar í lok apríl.
    7. Bætt samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Vísað í í umsögn LK vegna afnáms frystiskyldu sem skilað verður til atvinnuveganefndar í lok apríl. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    8. Tollvernd – Ályktun send sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    9. Sameining Búnaðarstofu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti – Ályktun send á Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundum.
    10. Matvælasjóður – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig vísað í í umsögn LK vegna afnáms frystiskyldu sem skilað verður til atvinnuveganefndar í lok apríl.
    11. Upprunamerkingar matvæla – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig send á BÍ og afurðastöðvar í mjólk og kjöti.
    12. Endurskoðun tollasamnings við ESB – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og utanríkisráðherra og fylgt eftir á fundum.
    13. Skipan í stjórn RML – Ályktun send á BÍ
    14. Viðurlög við markaðssetningu umframmjólkur – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    15. Hámark á greiðslumarkseign – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    16. Verðlagning mjólkur – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    17. Verðlagsnefnd – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundi. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    18. Kvótamarkaður – Ályktun send á Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    19. Notkun jurtafitu til framleiðslu kálfafóðurs – Ályktun send á Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Mjólkursamsöluna.
    20. Framleiðsluskylda – Tekin verður ákvörðun um framleiðsluskyldu næst í lok árs 2019.
    21. Vannýtt greiðslumark – Ályktun send á Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og fylgt eftir á fundum. Einnig haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    22. Efling markaðsstarfs fyrir íslenskt nautakjöt – Í vinnslu.
    23. Stefna afurðastöðva varðandi innflutning landbúnaðarafurða – Ályktun send á stjórnir afurðastöðva í eigu bænda.
    24. Aukin hagsmunagæsla – Ályktun send á BÍ
    25. Fræðsla til nautakjötsframleiðenda – Ályktun send á BÍ, RML og LbhÍ.
    26. Örsláturhús – Ályktun send á BÍ.
    27. Álagsgreiðslur á nautakjöt – Verður hluti af eflingu markaðsstarfsa fyrir íslenskt nautakjöt.
    28. Minni plastnotkun í landbúnaði – Ályktun send á BÍ og vinnuhóp um umhverfisstefnu BÍ.
    29. Kolefnisbinding landbúnaðarins – Ályktun send á BÍ og haft til hliðsjónar við endurskoðun búvörusamninga.
    30. Endurgerð jarðræktarforritsins JÖRÐ – Ályktun send á BÍ.
    31. Opinber stuðningur í nautgriparækt – Ályktun send á sjávarútvegs- og landabúnaðarráðherra og BÍ og fylgt eftir á fundum. Hluti af endurskoðun búvörusamninga.
    32. Kvíguskoðun – Ályktun send á RML
    33. Lyfjalög – Ályktun send til heilbrigðisráðherra.
    34. Samrekstur búa – Í vinnslu
  5. Endurskoðun búvörusamninga. Formaður fór yfir uppfærð drög að kröfugerð LK vegna nautgriparæktarsamnings í kjölfar aðalfundar og skoðanakönnunar meðal félaga LK og BÍ. Stjórn samþykkir drögin og framkvæmdastjóra falið að senda áfram á samninganefnd bænda. Formaður fór einnig yfir kröfugerð LK vegna rammasamnings (tollamál þ.m.t.), nautakjöt og umhverfismál. Nokkur umræða skapaðist um kolefnislosun nautgripa og rannsóknir og þróun í landbúnaði.
  6. Átaksverkefni í markaðssetningu nautakjöts. Formaður fór yfir stöðu verkefnis og hvernig best væri að nálgast viðfangsefnið. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.
  7. Rekstur á heimasíðu naut.is. Miklar umræður um þjónustu við vefinn naut.is sem og utanumhald og efnistök. Stjórn samþykkir að gera töluverðar breytingar. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.
  8. Önnur mál.
    • Kynnt voru drög að bréfi til sláturleyfishafa þar sem falast er eftir þeirra framtíðarsýn á framleiðslu og -sölu á íslensku nautakjöti. Stjórn samþykkir og framkvæmdastjóri vinnur áfram.
    • Verkefnið Örugg matvæli fer af stað fimmtudaginn 11. apríl. Arnar og Herdís tilbúin að taka að sér umfjöllun um verkefnið sé fyrirspurnum vísað til LK.
    • Næsti aðalfundur samtakanna, framkvæmdastjóra falið að bera saman kostnað og umfang m.v. ólíkar staðsetningar um landið.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 14.45

 

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda