Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

1. fundur stjórnar LK 2017-2018

28.03.2017

Fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2017-2018, var haldinn mánudaginn 27. mars kl. 16:00. 

Símafundur.

Mætt eru Pétur Diðriksson, Bessi Freyr Vésteinsson, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Davíð Logi Jónsson, sem varamaður fyrir Elínu Heiðu Valsdóttur. Arnar Árnason, formaður, forfallaðist. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Framkvæmdastjóri býður fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert:

  1. Aðalfundur og tilnefning til varaformanns Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (Nautís).

Aðalfundur Nautís verður haldinn að Stóra-Ármóti föstudaginn 31. mars kl.10:00. Formaður LK verður erlendis á þeim tíma og skal LK senda fulltrúa í hans stað sem hefur atkvæðarétt á fundinum. Ný stjórn hefur ekki skipt með sér verkum og þar með ekki valið varaformann, en lagt er til að Pétur Diðriksson sitji fundinn fyrir hönd formanns. Stjórn samþykkir samhljóða. Formleg verkaskipting stjórnar verður tekin fyrir á næsta stjórnarfundi sem formaður LK situr.

LK skal einnig tilnefna fulltrúa í varaformannssæti Nautís. Er stjórn sammála um að tilnefna Arnar Árnason, formann LK.

  1. Önnur mál

Félagaskráning í LK.  Hvetja þarf formenn aðildarfélaga til að halda söfnun félagsmanna áfram. Auk þess hafa vaskir aðilar nálgast stjórnarmenn á síðustu dögum og boðið fram krafta sína í söfnun félaga og fagnar stjórn því.

Rætt um skilgreiningu á nýliða í búvörusamningum. LK hefur ítrekað lagt áherslu á að skilgreining á nýliða miðist við þá sem hafið hafa búskap á síðastliðnum 5 árum. Á aðalfundi var samþykkt að ýta ennfremur á breytingu þess eðlis vegna forgangs að því greiðslumarki sem innleyst er af ríkinu. Framkvæmdastjóra er falið að setja sig í samband við Unga bændur vegna málsins.

Miklar umræður sköpuðust um mjólkurframleiðslu á Íslandi og mikilvægi þess að ráðast í undirbúning við stefnumörkun svo fljótt sem auðið er. Rætt um framleiðslujafnvægislið búvörusamninga og hvort megi ráðstafa honum í framkvæmdastyrki. Það væri mögulega sú leið sem væri vænlegust til árangurs til að styðja við framleiðslu á næstu árum.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl.16:55

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda