Beint í efni

1. fundur LK 2021-2022

10.05.2021

Fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2020-2021 varhaldinn miðvikudaginn 21. apríl kl. 13:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður, Rafn Bergsson, Sigurbjörg Ottesen, Vaka Sigurðardóttir og Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir sem varamaður fyrir Bessa Frey Vésteinsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  1. Fundargerð 10. fundar stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2020-2021.Fundargerð samþykkt og verður birt á naut.is að fundi loknum.
  2. Verkaskipting stjórnar. Rafn Bergsson kosinn varaformaður og Vaka Sigurðardóttir ritari með öllum greiddum atkvæðum.
  3. Ályktanir aðalfundar 2021. Farið var yfir tillögur að afgreiðslu ályktana aðalfundar LK 2020.
    1. Förgun hræja. Sent til BÍ.
    2. Lagning þriggja fasa rafmagns Sent til Rarik og Orkubú Vestfjarða.
    3. Úrbætur á fjarskiptakerfi Sent til Póst- og fjarskiptastofnun.
    4. Sorpflokkun Sent til umhverfisráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga.
    5. Félagskerfi bænda. Sent til BÍ.
    6. Samþykktir LK. Sent til BÍ
    7. Kosningar til Búgreinaþings Búgreinadeildar kúabænda innan BÍ Verður til afgreiðslu stjórnar LK fyrir búgreinaþing.
    8. Borgað eftir hverjum tank o.fl. Sent til MS.
    9. Sæðingastarfsemi Sent til BÍ. Starfshópur vinnur um þessar mundir að málinu.
    10. Afhending dýralyfja Sent til MAST.
    11. Rafræn skráning sæðinga Sent til BÍ, fagráðs í nautgriparækt, RML og NBÍ.
    12. Aukið gæðaeftirlit Sent til BÍ og NBÍ.
    13. Þjónusta RML Sent til RML.
    14. Kvíguskoðun Sent til RML.
    15. Tollamál Sent til fjármálaráðherra.
    16. Tollamál Sent til fjármálaráðherra.
    17. Tollasamningur við Evrópusambandið Sent til utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra.
    18. Búnaðarstofa Sent til BÍ og landbúnaðarráðherra.
    19. Verðlagsgrundvöllur mjólkurframleiðslu Sent til landbúnaðarráðherra og verðlagsnefndar.
    20. Matvælasjóður Sent til landbúnaðarráðherra.
    21. Endurmenntun Sent til LbhÍ.
    22. Efling innlendrar fóðurræktunar Sent til landbúnaðarráðherra og RML.
    23. Yrkjaprófanir og kynbætur nytjaplantna Sent til landbúnaðarráðherra.
    24. Kolefnisjöfnun á búum Sent til RML.
    25. Rannsóknir á kolefnislosun Sent til landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra.
    26. Matarspor EFLU Stjórn LK tekur áfram.
    27. Erfðamengisúrval í nautgriparækt Stjórn LK vinnur áfram.
    28. Bann við notkun pálmaolíu Sent til RML
    29. Fjármögnun yrkjarannsókna Sent til BÍ.
  4. Önnur mál.
    1. Umræður um breytingar á starfsemi vegna sameiningar við BÍ.
    2. Loftslagsvænn landbúnaður í nautgriparækt. Framkvæmdastjóra falið að senda erindi á framkvæmdanefnd búvörusamninga um fjármögnun.
    3. Formaður óskar eftir samþykki stjórnar til kaupa á tölvu. Samþykkt.
    4. Næsti fundur stjórnar. Stefnt á staðarfund eftir 4 vikur ef sóttvarnaraðgerðir leyfa.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 13:55

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda