Beint í efni

1. fundur LK 2020-2021

27.11.2020

Fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2020-2021 var haldinn mánudaginn 16. nóvember kl. 13:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Rafn Bergsson, Sigurbjörg Ottesen og Vaka Sigurðardóttir. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

Formaður býður nýja stjórn velkomna og hefur fundinn.

  1. Verkaskipting stjórnar. Rafn Bergsson kosinn varaformaður og Vaka Sigurðardóttir ritari með með öllum greiddum atkvæðum.
  2. Trúnaðarstörf fyrir LK. Stjórn samþykkir um að víxla aðalmanni og varamanni í verðlagsnefnd; Herdís verði aðalmaður og Arnar Árnason varamaður. Herdís verður einnig fulltrúi í framkvæmdanefnd búvörusamninga í stað Arnars. Umræður um fagráð í nautgriparækt, skoðað áfram.
  3. Fundaráætlun stjórnar. Fjarfundir áætlaðir annan hvern miðvikudag kl.13:00. Annar fundur stjórnar áætlaður miðvikudaginn 25. nóvember nk.
  4. Ályktanir aðalfundar LK 2020Farið var yfir tillögur að afgreiðslu ályktana aðalfundar LK 2020.
    1. Uppsögn samnings Íslands við Evrópusambandið. Senda á atvinnuvega- og utanríkisráðuneyti og fylgja eftir á fundi.
    2. Rannsaka þarf ósamræmi í tollflokkun landbúnaðarvara. Senda á fjármálaráðuneyti og ríkisskattstjóra og fylgja eftir á fundi.
    3. Fallið verði frá nýrri úthlutunaraðferð á tollkvótum. Senda á atvinnuvegaráðuneyti og fylgja eftir á fundi.
    4. Endurskoðun félagskerfis bænda. Senda á BÍ og fylgja eftir á fundi.
    5. Skoðanakönnun meðal kúabænda. Framkvæmdastjóra falið að taka saman upplýsingar um framkvæmd og kostnað.
    6. Samskiptasíða LK. Framkvæmdastjóra falið að útbúa minnisblað fyrir stjórn.
    7. Umhverfismál. Senda á atvinnuvegaráðuneyti og fylgja eftir á fundi. Óskað eftir fudi með BÍ til að ræða sameiginleg umhverfismál.
    8. Verðlagsmál. Senda á starfshóp um verðlagsmál, atvinnuvegaráðuneyti og RML.
    9. Útflutningur. Senda á MS og fylgja eftir á fundi.
    10. Senda á MS og fylgja eftir á fundi.
    11. Styrking gæðastjórnunar. Senda á MS og fylgja eftir á fundi.
    12. Heimild kjötafurðastöðva til frekara samstarfs. Senda á atvinnuvegaráðuneyti og formenn ríkisstjórnarflokka og fylgja eftir á fundi. Óska eftir formanni landssamtaka sláturleyfishafa á stjórnarfund.
    13. Álagsgreiðslur á nautgripi. Senda á atvinnuvegaráðuneyti og fylgja eftir á fundi. Framkvæmdastjóra falið að taka saman upplýsingar um fjölda og gerð gripa sem fá álagsgreiðslur í dag.
    14. Uppbygging rannsóknaraðstöðu á Hvanneyri. Senda á LbhÍ og menntamálaráðuneyti og fylgja eftir á fundi.
    15. Framlag til þróunar og rannsókna. Stjórn skoðar áfram. Litið til aukins fjármagns af búvörusamningum.
    16. Erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt. Senda á BÍ og RML og fylgja eftir á fundi.
    17. Aðgengi að dýralæknum. Senda á MAST og fylgja eftir á fundi.
    18. Forgangsröðun fjárfestingarstuðnings. Senda á atvinnuvegaráðuneyti og fylgja eftir á fundi.
    19. Eftirfylgni með fanghlutfalli. Senda á BÍ og fylgja eftir á fundi.
    20. Samrekstur búa. Senda á starfshóp um aðlögunarsamninga, minni bú o.fl.
    21. Fræðslufundir bænda. Senda á RML og BÍ og fylgja eftir á fundi.
    22. DNA gripamerki. Framkvæmdastjóra falið að skoða betur.
  5. Aukinn stuðningur við nautakjötsframleiðendur. Tekin fyrir drög að erindi til framkvæmdanefndar búvörusamninga um aukið fjármagn af framleiðslujafnvægislið yfir á lið 9, greiðslur vegna nautakjötsframleiðslu. Hækkun á sláturálag fyrir árið 2020. Árið 2019 var greitt sláturálag á 5.470 gripi og m.v. framleiðslu árið 2020 er áætlað að greitt verði álag fyrir svipaðan fjölda í ár. Lagt til að aukið sé við fjármagnið um 30% eða 39 milljónir. Stjórn samþykkir og framkvæmdastjóra falið að senda erindið á framkvæmdanefnd búvörusamninga.
  6. Styrkbeiðni frá ferskum kjötvörum. Stjórn samþykkir að veita 250 þúsund krónur í styrk vegna markaðssetningar á Beef Wellington þar sem áherslan er á íslenskar nautalundir.
  7. Framleiðslujafnvægisliður búvörusamninga. Samþykkt að gera tillögu að 39 milljónum til viðbótarsláturálags sbr. 5. lið fundargerðar. Samþykkt að gera tillögu að auknu fjármagni í þróunarfé nautgriparæktar með aukaúthlutun fyrir augum. Umræður um ráðstöfun fjármagns. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram og koma með tillögur á næsta stjórnarfund.
  8. Staðan á tollamálum. Framkvæmdastjóri fer yfir beiðni fulltrúa bænda og afurðastöðva um að frestað yrði úthlutun tollkvóta fyrir næsta tímabil, jan-júní 2021. Umræður um skýrslu um þróun tollverndar og stöðu íslensks landbúnaðar. Verið er að vinna sameiginlegt bréf til landbúnaðarráðherra með athugasemdum og áréttingum um efnistök og niðurstöður skýrslu
  9. Verðlagsmál. Farið yfirstöðu á vinnu í starfshópi um verðlagsmál.
  10. Önnur mál.
  • LK hefur í vikunni fengið 2 umsagnarbeiðnir frá þinginu, annars vegar um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum (verðlagsnefnd, undanþágur frá samkeppnislögum, verðjöfnunargjöld)- https://www.althingi.is/altext/151/s/0232.htmlog hins vegar um um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar – https://www.althingi.is/altext/151/s/0042.html . Tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.

Fleira var ekki gert og fundi lokið kl. 15:55

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda