Fréttir og tilkynningar

02.febrúar 2021

Þú getur haft áhrif á nýja byggðaáætlun

Nú stendur yfir vinna stjórnvalda að nýrri byggðaáætlun þar sem römmuð er inn stefna ríkisins í byggðamálum.

28.janúar 2021

Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB

Nú hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birt niðurstöðu útboðs á tollkvótum vegna innflutnings landbúnaðarvara frá ESB fyrir tímabilið janúar-apríl 2021.

27.janúar 2021

Vigdís Häsler er nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Vigdís Häsler.

Vigdís Häsler hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands...

22.janúar 2021

Bætur greiddar út vegna kal- og girðingatjóna

Í dag voru greiddar úr Bjargráðasjóði 442 milljónir króna í bætur til bænda vegna mikils kal- og girðingatjóns sem varð veturinn 2019-2020.

22.janúar 2021

Opið fyrir umsóknartímabil orlofsíbúðar

Nú er opið fyrir umsóknartímabilið 1. apríl til 30. júní á orlofsíbúð Bændasamtakanna við Þorrasali í Kópavogi.

07.janúar 2021

Athugasemdir og áréttingar um efnistök og niðurstöður skýrslu um þróun tollverndar

Hagsmunasamtök bænda og fyrirtækja í afurðavinnslu og -sölu hafa sent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, athugasemdir og áréttingar um efnistök og niðurstöður skýrslu um þróun tollverndar.

06.janúar 2021

Starfandi framkvæmdastjóri í janúar

Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtakanna verður starfandi framkvæmdastjóri samtakanna í janúar.

21.desember 2020

Ódýrari innflutningur skilar sér ekki í lægra verði til neytenda

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda ritaði áhugaverða grein á dögunum sem birtist á heimasíðu sambandsins naut.is þar sem hún fer yfir þá stöðu að verð á innfluttu nautakjöti hefur hækkað meira í verði til neytenda samkvæmt skýrslu ASÍ en innlent, þrátt fyrir lægri kostnað innflutningsaðila.  Lesa má greinina í heild sinni hér  

17.desember 2020

Hættir sem framkvæmdastjóri BÍ

Sigurður Eyþórsson hættir sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu áramót og tekur við starfi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

26.nóvember 2020

Lýsa yfir áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets

Hér má sjá þróun raforkukostnaðar síðustu ár og dæmi um flutnings- og dreifingarkostnað árin 2005-2019. Hér er miðað við 1.000 kW notanda með nýtingartímann 4.500 klst. á ársgrundvelli. (Verkfræðistofan Lota, 2020).

Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Bændasamtök Íslands lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim hækkunum á gjaldskrá sem Landsnet hefur boðað frá og með 1. janúar næstkomandi.