Fréttir og tilkynningar

11.febrúar 2022

Hægt að kjósa búgreinaþingsfulltrúa kúa- og sauðfjárbænda

Hægt að kjósa búgreinaþingsfulltrúa kúa- og sauðfjárbænda

Nú er hægt að kjósa búgreinaþingsfulltrúa kúa- og sauðfjárbænda fyrir komandi Búgreinaþing dagana 3. og 4. mars næstkomandi með því að smella á hlekk þess efnis á bondi.is sem færist þá sjálfkrafa á innskráningarsíðu þar sem þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

09.febrúar 2022

Skráning og innsending mála á Búgreinaþing

Skráning og innsending mála á Búgreinaþing

Félagsmenn Bændasamtakanna geta nú skráð sig á Búgreinaþing og sent inn mál fyrir þingið á sérslóðum á bondi.is í gráum ramma ofarlega á síðunni. Eru félagsmenn hvattir til að skrá sig þar og senda inn mál fyrir þingið.

01.febrúar 2022

Gunnar Þorgeirsson áfram formaður Bændasamtakanna

Gunnar Þorgeirsson áfram formaður Bændasamtakanna

Frestur til að skila inn framboðum til formanns Bændasamtakanna rann út á miðnætti 30. janúar og var einn frambjóðandi, Gunnar Þorgeirsson, bóndi á Ártanga og núverandi formaður, sem bauð sig fram. Telst hann því sjálfkjörinn til formannssetu samtakanna til næstu tveggja ára.

29.janúar 2022

Auglýst er eftir framboðum til formannskjörs Bændasamtaka Íslands

Auglýst er eftir framboðum til formannskjörs Bændasamtaka Íslands

Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem teljast fullgildir í samtökunum frá og með 31. desember 2021 geta boðið sig fram til formanns.

26.janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna Emblunnar ákveðið að fresta verðalaunaafhendingunni, sem átti að fara fram í mars, fram til 20. - 21. júní í Osló í Noregi.

21.janúar 2022

Bændasamtökin fordæma vanrækslu og illa meðferð dýra

Bændasamtökin fordæma vanrækslu og illa meðferð dýra

Í ljósi þess að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á nautgripum á bóndabæ hér á landi þá vill stjórn Bændasamtaka Íslands árétta að hún fordæmir hvers kyns illa meðferð á dýrum, vanrækslu og slæman aðbúnað.

17.janúar 2022

Samkomulag um vefjaræktun á kartöflum

Samkomulag um vefjaræktun á kartöflum

Fyrir áramót undirrituðu Bændasamtök Íslands og Matís samkomulag um vefjaræktun á kartöflum til tveggja ára. Fulltrúar BÍ voru Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda og Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur

11.janúar 2022

Efla eldvarnir í landbúnaði

Efla eldvarnir í landbúnaði

Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins hafa undirritað samstarfssamning um að efla eldvarnir í landbúnaði. Samstarfið nær til eldvarna á heimilum félagsmanna BÍ, eldvarna í úti- og gripahúsum, gróðurhúsum og öðrum mannvirkjum sem tengjast búrekstri ásamt varna gegn gróðureldum. Samkomulagið gildir til loka árs 2022.

07.janúar 2022

Auglýst er eftir framboðum til formannskjörs Bændasamtaka Íslands

Auglýst er eftir framboðum til formannskjörs Bændasamtaka Íslands

Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem teljast fullgildir í samtökunum frá og með 31. desember 2021 geta boðið sig fram til formanns.

06.janúar 2022

Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum

Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum

Þrír nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Bændasamtakanna, Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur á sviði búgreinadeildar og Ásgeir Helgi Jóhannsson, lögfræðingur en þau hafa hafið störf ásamt Val Klemenssyni, sérfræðingi í umhverfismálum, sem hefur störf í febrúar.