Dagana 31. mars og 1. apríl næstkomandi verður Búnaðarþing 2022 haldið á Hótel Natura í Reykjavík undir yfirskriftinni Framsýnn landbúnaður. Þingið verður sett kl. 11:00 fimmtudaginn 31. mars.
17.mars 2022
Dagana 31. mars og 1. apríl næstkomandi verður Búnaðarþing 2022 haldið á Hótel Natura í Reykjavík undir yfirskriftinni Framsýnn landbúnaður. Þingið verður sett kl. 11:00 fimmtudaginn 31. mars.
15.mars 2022
Félagsmenn BÍ athugið! Nú stendur bændum sem eru aðilar að Bændasamtökum Íslands í boði afsláttur hjá Eldvarnarmiðstöðinni. Endilega nýtið ykkur tilboðin fyrir öruggara umhverfi!
14.mars 2022
Fagþing nautgriparæktarinnar 2022 verður með breyttu sniði í ár. Í stað staðarfundar verður um að ræða röð stuttra fræðsluerinda á Teams í nokkrar vikur. Fundirnir verða á mánudögum frá kl. 12.00-12.30 utan að fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars.
14.mars 2022
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm, Íslenskt staðfest, í Hörpunni í dag, en merkið á við um vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkið mun auðvelda neytendum að velja íslenskt.
14.mars 2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árunum 2021-2022. Skilafrestur fyrir stuðning í sauðfjárrækt er til 15. mars og í nautgriparækt til 31. mars næstkomandi. Markmið stuðningsins í sauðfjárrækt er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum og í nautgriparækt að hraða því að framleiðendur standist kröfur sa...
11.mars 2022
Dagana 7. og 8. apríl næstkomandi verður ráðstefnan Maturinn, jörðin og við haldin á Hótel Selfossi. Markmiðið með ráðstefnunni er að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl fólks. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum á samfélögu, byggð og atvinnulíf á landinu og þeim tækifæru...
04.mars 2022
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands var sett í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn á Hótel Natura í Reykjavík í gær. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis fluttu erindi og í framhaldinu héldu búgreinadeildirnar sína fundi sem sumum verður framhaldið í dag.
02.mars 2022
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands er nú haldið í fyrsta sinn á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars, þar sem bændur allra búgreina koma saman til þings um málefni íslensks landbúnaðar undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Setningarathöfn verður klukkan 11:00 fimmtudaginn 3. mars þar sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðher...
01.mars 2022
Bjargráðasjóður færist yfir til Náttúruhamfaratrygginga Íslands frá Bændasamtökunum þann 3. mars. Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en samkvæmt samningi við Matvælaráðuneytið mun NTÍ framvegis annast umsýslu sjóðsins.
16.febrúar 2022
Á miðnætti lauk kosningu um Búgreinaþingsfulltrúa sauðfjárbænda og kúabænda á Búgreinaþing 2022. Alls var kosið í 31 kjördeild, 13 hjá kúabændum og 18 hjá sauðfjárbændum. Samtals voru 2091 aðili á kjörskrá og bárust 587 gild atkvæði, sem þýðir um 28% kjörsókn.