Fréttir og tilkynningar

25.september 2021

Tölum af ábyrgð um baráttuna við riðuna

Þann 10. september barst tilkynning frá MAST um að riða hefði verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði sem er í Húna- og Skagahólfi. Framundan er niðurskurður á öllu sauðfé á búinu, hreinsunarstarf og fjárleysi í 2 ár.

16.september 2021

Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í garðyrkju ásamt sauðfjár- og nautgriparækt en umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi

16.september 2021

Endurskoðun á eftirlitskerfi með matvælum, mengunarvörnum og hollustuháttum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafa undanfarið haft til skoðunar eftirlitskerfi hins opinbera með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum.

14.september 2021

Landbúnaðarstefna Íslands kynnt

Í fyrsta sinn er heildarstefna landbúnaðarmála á Íslandi kynnt sem byggir á þremur lykilbreytum, landnýtingu, loftslagsmálum og umhverfisvernd ásamt tækni og nýsköpun.

10.september 2021

Ráðherra landbúnaðarmála fer með rangt mál

Landbúnaðarráðherra heldur því fram að í frumvarpi sem hann lagði fram á Alþingi fyrir tveimur árum hafi hann lagt til að innflutningur á sellerí og fleiri landbúnaðarvörum yrði tollfrjáls allt árið. Þetta er rangt

02.september 2021

Leiðbeiningar um COVID-19 smitvarnir vegna gangna og rétta

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta út af COVID-19 hættustigi almannavarna.

27.ágúst 2021

Bókamarkaður í Bændahöllinni 31. ágúst kl. 10 og 17

Bændasamtökin eru í tiltektum þessa dagana í kjallarageymslum Bændahallarinnar við Hagatorg í Reykjavík. Þau bjóða til bókamarkaðar þriðjudaginn 31. ágúst á milli klukkan 10 og 17 á jarðhæð Hótel Sögu.

27.ágúst 2021

Vinna við mótun fæðuöryggisstefnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Landbúnaðarháskóla Íslands að móta tillögu að fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland.

24.ágúst 2021

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni kúabænda

Um er að ræða framhald á verkefni sem fór af stað sumarið 2020. Þá tóku 90 kúabú þátt sem lögðu inn rekstrargögn frá árunum 2017-2019. Framleiðsla þessara búa svaraði til 20-21% af heildarframleiðslu mjólkur á landvísu á því tímabili.

01.ágúst 2021

Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði í samræmi við IV. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað.