Fréttir og tilkynningar

05.apríl 2022

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022 verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl í Ársal í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst klukkan 10.00. Daginn fyrir fagfundinn verður haldinn rafrænn fundur um Alþjóðlegar rannsóknir tengdar riðu og og útrýmingu hennar á Íslandi.

04.apríl 2022

Yfirlýsing frá stjórn Bændasamtaka Íslands

Yfirlýsing frá stjórn Bændasamtaka Íslands

Af tilefni frétta af ummælum ráðherra í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna vill stjórn samtakanna koma því á framfæri að hún stendur heilshugar með sínu starfsfólki og fordæmir hverskonar mismunun og fordóma.

04.apríl 2022

Ráðstefnan Maturinn, jörðin og við

Ráðstefnan Maturinn, jörðin og við

Dagana 7. og 8. apríl verður ráðstefnan Maturinn, jörðin og við haldin á Hótel Selfossi. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu.

01.apríl 2022

Ný stjórn BÍ kosin

Ný stjórn BÍ kosin

Ný stjórn Bændasamtakanna var kosin á Búnaðarþingi í dag sem situr til næstu tveggja ára og komu fjórir nýir inn í stjórnina.

01.apríl 2022

Landbúnaðarverðlaunin 2022

Landbúnaðarverðlaunin 2022

Landbúnaðarverðlaunin 2022 voru veitt á setningarathöfn Búnaðarþings. Verðlaunahafar að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir á Bollastöðum í Blöndudal, lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú í Reykjavík og Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð.

31.mars 2022

Vel mætt á setningu Búnaðarþings

Vel mætt á setningu Búnaðarþings

Búnaðarþing 2022 var sett við hátíðlega athöfn á Hótel Natura í Reykjavík og var fjölmenni við setninguna. Fæðuöryggi, framþróun í landbúnaði og framtíðarsýn voru meðal umræðuefna áður en nefndarstörf hófust hjá kjörnum fulltúum.

25.mars 2022

Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Miðvikudaginn 30. mars bjóða Bændasamtökin, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bændum og öllum hagaðilum í landbúnaði ti stefnumóts um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði.

25.mars 2022

Opnað fyrir umsóknir fyrir þróunarverkefni búgreina 8. apríl

Opnað fyrir umsóknir fyrir þróunarverkefni búgreina 8. apríl

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina er 20. apríl 2022. Opnað verður fyrir umsóknir í Afurð, stafrænu stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins, þann 8. apríl nk. og verður auglýst sérstaklega. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári.

24.mars 2022

Rannsókn um landfræði íslenskrar garðyrkju

Rannsókn um landfræði íslenskrar garðyrkju

Verkefnið Landfræði íslenskrar garðyrkju er vísindarannsókn á vegum Kaliforníuháskóla, Davis og Háskóla Íslands. Verkefnið er einnig styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og alþjóðlegum styrktarsjóðum.

23.mars 2022

Fagráðstefna skógræktar 29.-30. mars

Fagráðstefna skógræktar 29.-30. mars

Skráning er hafin á fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð.