Fréttir og tilkynningar

18.október 2021

Fyrirhuguðum bændafundi BÍ á Patreksfirði frestað

Fyrirhuguðum bændafundi Bændasamtaka Íslands sem átti að halda á Patreksfirði í kvöld hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðurs.

11.október 2021

Opnað fyrir tilnefningar í norrænu matvælaverðlaunin Emblu 2021

Þekkir þú einhvern sem skarar fram úr í matvælaiðnaði? Kallað er eftir tilnefningum fyrir Norrænu matvælaverðlaunin Emblu 2021 sem haldin verða í þriðja sinn í Osló á næsta ári. Vegna heimsfaraldursins þurfti að fresta verðlaununum i vor en nú taka Norðmenn við keflinu í mars en verðlaunin eru styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

07.október 2021

Sala og uppboð á listaverkum Bændasamtakanna

Sölusíða á listaverkum Bændasamtakanna er nú komin í loftið hjá Gallerí Fold og verður opin fyrir félagsmenn inni á Bændatorginu frá hádegi föstudaginn 8. október til hádegis laugardaginn 9. október. Félagsmenn Bændasamtakanna geta nýtt sér forkaupsrétt að verkunum.

05.október 2021

Aðlögunarsamningur í sauðfjárrækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir nú í síðasta skipti eftir umsóknum um aðlögunarsamninga í sauðfjárrækt.Framleiðendur sem hyggjast hætta í sauðfjárbúskap eða fækka vetrarfóðruðum kindum um a.m.k. 100 geta sótt um aðlögunarsamning sem gildir í þrjú ár.

05.október 2021

Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark í sauðfé

Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár verður haldinn í byrjun nóvember 2021. Verð fyrir innleyst greiðslumark er núvirt and­virði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára, kr. 13.396,- pr. ærgildi.

04.október 2021

Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Inni á Samráðsgátt stjórnvalda má nú finna drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. október næstkomandi. Bændasamtök Íslands hvetja alla til að kynna sér viðmiðin.

01.október 2021

Opnað fyrir tilnefningar í norrænu matvælaverðlaunin Emblu

Þekkir þú einhvern sem skarar fram úr í matvælaiðnaði? Kallað er eftir tilnefningum fyrir Norrænu matvælaverðlaunin Emblu 2021 sem haldin verða í þriðja sinn í Osló á næsta ári.

29.september 2021

Framtíðargreining matvæla í ferðaþjónustu

Nordic Food in Tourism er samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu á árunum 2019-2021 og verða niðurstöður verkefnisins kynnt á ráðstefnu á Egilsstöðum 30. september.

28.september 2021

Horft til framtíðar í skógrækt

Félag skógareigenda á Suðurlandi (FsS), í samstarfi við Skógræktina, boða til opinna funda um skóg- og skjólbeltarækt dagana 4. - 5. október

27.september 2021

Námskeið í lífrænni ræktun

Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir 7 vikna fjarnámskeiði í lífrænni ræktun þar sem þátttakendur kynnast hugmyndafræði, reglugerðum og aðferðum í lífrænum landbúnaði, þróun lífræns landbúnaðar í heiminum og möguleikum og þróun lífræns landbúnaðar á Íslandi.