28. maí 2020

Orlofsíbúð Bændasamtakanna

Félagsmönnum í Bændasamtökum Íslands býðst að leigja orlofsíbúð í Kópavogi til lengri eða skemmri tíma allt árið um kring.

Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og svalir. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug, golfvöll og fjölbreyttar verslanir.

Bókanir á Þorrasölum fara í gegnum Orlofsvef BÍ.

Nánari upplýsingar um íbúðina er að finna hér.