01. júní 2019

Nýr kjarasamningur milli SGS og BÍ

Nýr kjarasamningur milli SGS og BÍ

Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasambands Íslands hafa skrifað undir nýjan kjarasamning. Heildarútgáfa samningsins byggir á kjarasamningi SGS og SA undirrituðum  3. apríl 2019 (heildarsamningi) og kjarasamningi SGS við BÍ undirrituðum 15. mars 2016.

Samningurinn þessi gildir frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Allir launaliðir samnings taka breytingum í samræmi við kjarasamning SGS og SA sem fyrr er vísað til.

Samið var um hækkun á hámarksfrádrætti vegna fæðis og húsnæðis sem vinnuveitandi leggur launþega til. Hækkunin nemur 2,5% í hvert skipti sem laun hækka samkvæmt samningnum þ.e. 1.apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022. 

Engar breytingar eru á þeim þáttum samningsins sem snúa að ákvæðum um vinnutíma, starfsaldurstengdar launahækkanir eða önnur sérákvæði samningsins. Minnt er á að skylt er að gera skriflega ráðningarsamninga innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning starfsmanns lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti.

Í ráðningarsamningi skal m.a. koma fram ef sérstaklega er samið um vinnutíma, sbr. 2. gr. kjarasamningsins.

Samninginn má finna í heild sinni hér.