Beint í efni

Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum

19.07.2022

        Stella Björk Helgadóttir                              Gunnar Gunnarsson                              Sverrir Falur Björnsson 

  

Bændasamtök Íslands hafa ráðið til starfa þrjá nýja starfsmenn, þau Stellu Björk Helgadóttur, Gunnar Gunnarsson og Sverri Fal Björnsson.

Stella Björk hefur verið ráðin sem sérfræðingur á markaðssvið samtakanna og Sverrir Falur hefur verið ráðinn nýr hagfræðingur Bændasamtakanna. Hagfræðingur Bændasamtakanna ber m.a. ábyrgð á umsýslu og umsjón hagtalna sem snerta framleiðslu landbúnaðar og hagrænum greiningum sem tengjast m.a. loftlagsmálum og fæðuöryggi, ásamt almennri og fræðslutengdri ráðgjöf til okkar félagsmanna.

Sverrir Falur er með MA í hagnýtri hagfræði frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa stundað nám við háskólann í Stirling í Skotlandi og háskólann í Lundi í Svíþjóð.

Stella Björk er með M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að vera með diplóma í stafrænni markaðssetningu. Stella hefur m.a. unnið sem vörumerkjaráðgjafi, í markaðsrannsóknum og efnisgerð.

Þá hefur Gunnar Gunnarsson verið ráðinn til Bændasamtakanna í sérverkefni í tengslum við gagnagrunna BÍ og önnur tölfræðikerfi. Gunnar er hagfræðingur að mennt og starfaði síðast á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands í 12 ár þar sem hann var ábyrgur fyrir greiningu á fjármálastefnu hins opinbera.

Nýir starfsmenn Bændasamtakanna munu hefja störf í byrjun ágúst.