Beint í efni

Lögaðilar fyrir dóm skili þeir ekki raunverulegri eigendaskrá

12.01.2023

Ríkisskattstjóri hefur skorað á rúmlega 1.100 félög að skrá raunverulega eigendur á næstu tveimur vikum og þar undir er um nokkur Búnaðarfélög að ræða. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu í gær og miðast frestur til skráningar við tvær vikur frá birtingu í blaðinu. 

Með nýlegri lagabreytingu var ríkisskattstjóra falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum.

Fyrirhugað er að krefjast skipta eða slita á þessum lögaðilum fyrir dómi. Í Lögbirtingablaði hefur verið skorað á þá lögaðila sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur að sinna skráningarskyldu sinni. Áður en tveggja vikna frestinum lýkur getur fyrirsvarsmaður aðila óskað eftir því að fresturinn verði framlengdur allt að tveimur vikum og ber ríkisskattstjóra að verða við því ef hann telur lögmætar ástæður réttlæta frekari drátt á að skráningarskyldu sé sinnt.

Ríkisskattstjóri hvetur alla þá sem eiga eftir að skrá raunverulega eigendur að ganga frá skráningu. 

Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér um skráningu.