07. febrúar 2018

Gerðu þér mat úr Facebook - skráning

Thomas Snellman hefur ferðast víða um heim og kynnt árangur finnskra bænda og smáframleiðenda við að koma vörum beint til neytenda. Thomas Snellman hefur ferðast víða um heim og kynnt árangur finnskra bænda og smáframleiðenda við að koma vörum beint til neytenda.
Finnski bóndinn og frumkvöðullinn Thomas Snellman kemur til Íslands og heldur erindi í Hörpu á vegum Matarauðs Íslands og Bændasamtakanna sunnudaginn 4. mars nk. Thomas er brautryðjandi í Finnlandi í sölu búvara í gegnum svokallaða REKO-hringi sem eru vel skipulagðir Facebook-hópar víðs vegar um Finnland. Finnskir bændur og smáframleiðendur hafa náð undraverðum árangri í sölu beint frá býli og mun Thomas segja frá því hvernig þessir aðilar hafa náð að auka veltuna í sínum rekstri umtalsvert með nýjum söluaðferðum á Netinu. 
 
Thomas Snellman hlaut Embluverðlaunin í fyrra fyrir REKO-hringina.
 
Auk Thom­­­as­ar mun Brynja Laxdal, framkvæmdastjóri Matarauðsins, fjalla um reynslu af matarmarkaði á Facebook hér á landi og Arnar Gísli Hinriksson, sérfræðingur í árangursmarkaðssetningu, heldur erindi sem ber nafnið „Gerðu þér mat úr Facebook“.

Eftir erindin verður vinnustofa þar sem ráðstefnugestum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda viðskipti með matvörur á milli bænda, smáframleiðenda og neytenda.
 
Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Björtuloftum í Hörpu milli kl. 14.00 og 16.30, sunnudaginn 4. mars. Á sama tíma er Matarmarkaður Búrsins í Hörpu.

Skráning fer fram hér undir en aðgangur er ókeypis að þessum viðburði.
 

 

Skráning