17. mars 2020

Afleysingaþjónusta fyrir bændur vegna COVID-19

Afleysingaþjónusta fyrir bændur vegna COVID-19

Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur.

Óskað er eftir áhugasömum aðilum til að skrá sig á viðbragðslista með það fyrir augum að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur veikist vegna COVID–19.  Afleysingin er fyrst og fremst miðuð að því að mæta þörfum einyrkja í landbúnaðarframleiðslu, en reynt verður að mæta óskum allra bænda um þjónustu. *

Bent er á nauðsyn þess að bændur hafi aðgengilega vinnuhandbók komi til þess að kalla þurfi til afleysingu á búinu.

Skráning er í netfangið afleysing@bondi.is

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, í síma 563-0300 og í netfangið gj@bondi.is
 

* Uppfært 20. mars: Upphaflega var miðað við að afleysingaþjónustan miðaði fyrst og fremst að einyrkjum en ekki stærri búum. Þessum forsendum hefur nú verið breytt og reynt verður að mæta óskum allra bænda um þjónustu ef til þess kemur að veikindi hamli starfsemi.