Fréttir og tilkynningar

10.júní 2021

Ný heildarsamtök allra bænda

Auka-búnaðarþing var haldið á Teams fjarfundarbúnaðinum að þessu sinni.

Rafrænt Auka-búnaðarþing var sett fimmtudaginn 10. júní á fjarfundarbúnaðinum Teams og slitið rétt fyrir hádegi sama dag.

26.maí 2021

Atvinnuvegaráðuneytið og BÍ semja um nýtt íslenskt búvörumerki

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Ljósm. / Hafliði Halldórsson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, undirrituðu...

21.maí 2021

Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu

Fyrr í mánuðinum var Ræktum Ísland – umræðuskjal um...

12.maí 2021

Vörn á vinnustað vegna kórónuveirunnar

Fulltrúar frá Almannavarnadeild lögreglunnar, Karl Steinar Valsson og Silja Ingólfsdóttir mættu í Bændahöllina til að ræða um bólusetningar erlendra starfsmanna í landbúnaði. Hér eru þau með þeim Vigdísi Häsler og Gunnari Þorgeirssyni frá BÍ.

Bólusetningar geta komið í veg fyrir að vinnustaðir lamist vegna kórónuveirusmita. Hægt er að draga verulega úr áhættunni sem fylgir veirunni ef stór hluti starfsfólks er bólusettur.

16.apríl 2021

Fjöldi tilboða fyrir bændur á Orlofsvef BÍ

Félagar í Bændasamtökum Íslands eiga rétt á aðgangi að Orlofsvef BÍ. Þar er haldið utan um útleigu á orlofsíbúð samtakanna í Þorrasölum...

07.apríl 2021

Félagsgjöld BÍ vegna fyrri hluta árs

Kröfur vegna félagsgjalda í Bændasamtökum Íslands fyrir tímabilið janúar-júní 2021 voru stofnaðar í heimabanka félagsmanna fyrir páska.

23.mars 2021

Búnaðarþing samþykkir samhljóða sameiningu búgreinafélaga og Bændasamtaka Íslands

Afgreiðsla mála fór að þessu sinni fram í Súlnasal Hótel Sögu.

Búnaðarþing 2021 var haldið 22. og 23. mars á Hótel Sögu undir yfirskriftinni Áfram veginn...

22.mars 2021

Setning Búnaðarþings 2021

Búnaðarþing 2021 var formlega sett í Súlnasal Hótel Sögu klukkan 12:30 í dag og hafa fulltrúar á þinginu tekið til starfa.

10.mars 2021

Búnaðarþing 22. og 23. mars

Búnaðarþing verður haldið dagana 22. – 23. mars næstkomandi í Bændahöllinni, Hótel Sögu, með fyrirvara um gildandi samkomutakmarkanir.

05.mars 2021

Kári Gautason ráðinn til Bændasamtaka Íslands

Kári Gautason hefur verið ráðinn til Bændasamtaka Íslands. Starfið er nýtt og mun Kári koma til með að starfa við úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins...