Fréttir og tilkynningar

21.janúar 2022

Bændasamtökin fordæma vanrækslu og illa meðferð dýra

Í ljósi þess að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á nautgripum á bóndabæ hér á landi þá vill stjórn Bændasamtaka Íslands árétta að hún fordæmir hvers kyns illa meðferð á dýrum, vanrækslu og slæman aðbúnað.

17.janúar 2022

Samkomulag um vefjaræktun á kartöflum

Fyrir áramót undirrituðu Bændasamtök Íslands og Matís samkomulag um vefjaræktun á kartöflum til tveggja ára. Fulltrúar BÍ voru Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda og Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur

11.janúar 2022

Efla eldvarnir í landbúnaði

Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins hafa undirritað samstarfssamning um að efla eldvarnir í landbúnaði. Samstarfið nær til eldvarna á heimilum félagsmanna BÍ, eldvarna í úti- og gripahúsum, gróðurhúsum og öðrum mannvirkjum sem tengjast búrekstri ásamt varna gegn gróðureldum. Samkomulagið gildir til loka árs 2022.

07.janúar 2022

Auglýst er eftir framboðum til formannskjörs Bændasamtaka Íslands

Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem teljast fullgildir í samtökunum frá og með 31. desember 2021 geta boðið sig fram til formanns.

06.janúar 2022

Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum

Þrír nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Bændasamtakanna, Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur á sviði búgreinadeildar og Ásgeir Helgi Jóhannsson, lögfræðingur en þau hafa hafið störf ásamt Val Klemenssyni, sérfræðingi í umhverfismálum, sem hefur störf í febrúar.

23.desember 2021

Bestu óskir um gleðilega hátíð

20.desember 2021

Ríkið og Félagsstofnun Stúdenta kaupa Hótel Sögu

Undirritaður hefur verið samningur um kaup ríkisins og Félagsstofnunar stúdenta á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg í Reykjavík, en það félag er í eigu Bændasamtaka Íslands.

16.desember 2021

Glæsilegir matvælafulltrúar fyrir Íslands hönd

Nú er ljóst hverjir verða matvælafulltrúar Íslands á norrænu matvælaverðlaununum Emblunni, sem haldin verður í Osló í mars á næsta ári. Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar voru valin af dómnefnd til þátttöku.

09.desember 2021

Svandís skipar starfshóp til að fjalla um blóðtöku úr fylfullum hryssum

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að fjalla um blóðtöku úr fylfullum hryssum til framleiðslu á efninu eCG, frjósemislyfja handa dýrum.

22.nóvember 2021

Blóðtaka úr fylfullum hryssum

Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar myndband frá dýraverndunarsamtökunum AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tiersxhutzbund Zürich) sem sýnir myndbrot frá blöðtöku úr fylfullum hryssum. Verklag sem þar kemur fram virðist stríða gegn starfsskilyrðum starfseminnar sem eiga að tryggja velferð hryssnanna. Bændasamtökin líta málið alvarlegum augum.