Fréttir og tilkynningar

10.september 2020

Íslenskt - láttu það ganga

Bændasamtök Íslands eru þátttakandi í átakinu Íslenskt - Láttu það ganga, um aukna verðmætasköpun og að verja störf, sem hófst formlega í dag. Markmiðið er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki.

08.september 2020

Rýmri reglur um göngur og réttir vegna COVID-19

Breytingar á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsótta hafa verið gerðar sem hafa það í för með sér að leiðbeiningar um göngur og réttir vegna COVID-19 taka breytingum sömuleiðis. Þær felast fyrst og fremst í því að nú eru nándarmörk komin niður í einn metra og fjöldatakmörkun miðast við 200 manns.

02.september 2020

Matvælasjóður tekur til starfa

Matvælasjóður var formlega kynntur í morgun í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

31.ágúst 2020

Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19 hafa verið uppfærðar

Búið er að uppfæra leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19. Helstu breytingar eru þær að nú er komin heimild til að veita almenna undandþága vegna nándarmarka í fjallaskálum þannig að heimilt verður að viðhafa 1 metra á milli einstaklinga í fjallaskálum, þegar því verður ekki viðkomið að halda 2 metra fjarlægð.

28.ágúst 2020

Skráningarfrestur kals- og girðingartjóna er til 1. október

Lokadagur fyrir skráningar umsókna á kal- og girðingartjónum vegna síðastliðins vetrar er 1. október næstkomandi, það er að lokað verður fyrir skráningar á miðnætti þann dag. Stefnan er að afgreiða og greiða út allar umsóknir sem skráðar verða innan þessa frests fyrir áramót.

19.ágúst 2020

Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19

Embætti landlæknis, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar fyrir göngur og réttir, vegna COVID-19.

30.júlí 2020

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar

Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí nk.

17.júlí 2020

Sumarlokun BÍ

Árleg sumarlokun Bændasamtakanna hefst frá og með mánudeginum 20. júlí. Opnað verður aftur mánudaginn 9. ágúst.

02.júní 2020

Verð á mjólk hækkar

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk...

28.maí 2020

Orlofsíbúð Bændasamtakanna

Félagsmönnum í Bændasamtökum Íslands býðst að leigja orlofsíbúð í Kópavogi...