Félagsmál

Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök íslenskra bænda. Þau eru málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Aðild að samtökunum geta átt einstaklingar og félög einstaklinga og lögaðila sem standa að búrekstri. Félagar eru tæplega 6.000 talsins.

Á félags-, fjármála- og skrifstofusviði starfar hagfræðingur og lögfræðingur ásamt sérhæfðu skrifstofufólki sem fæst meðal annars við fjármálastjórn, ritarastörf, símsvörun, bókhald og reikningagerð.

Samtökin veita félagsmönnum sínum margháttaða þjónustu og gæta réttinda þeirra:

• Þau beita sér fyrir bættum kjörum bænda á öllum sviðum.
• Þau annast framkvæmd ýmissa verkefna sem snerta sameiginlega hagsmuni landbúnaðarins.
• Þau reka starfsmenntasjóð þar sem bændur geta fengið stuðning vegna sí- og endurmenntunar.
• Bændasamtökin hafa umsjón með verkefnum samkvæmt búnaðarlagasamningi, útgáfu hestavegabréfa, rekstri öryggis- og vinnuverndarstarfs í landbúnaði og fleiru sem skiptir hagsmuni bænda máli.
• Þau reka orlofshús á Hólum fyrir félagsmenn sína auk orlofsíbúðar í Kópavogi.
• Tryggja félagsmönnum sínum bestu fáanlegu kjör á gistingu á Hótel Sögu.