Búnaðarþing 2020 samþykkti Umhverfisstefnu landbúnaðarins 2020-2030 þar sem íslenskum landbúnaði var mörkuð stefna í umhverfismálum næsta áratuginn. Umhverfisstefnan fjallar á almennan hátt um landbúnað og umhverfismál og skilgreinir megin markmið íslensks landbúnaðar í umhverfismálum. Lagt er til að leiðarljós stefnunnar verði loftslagsmál, sjálfbærni og vistheimt og að meginmarkmið landbúnaðar í umhverfismálum hafi skírskotun í þessa þætti.

Hægt er að nálgast Umhverfisstefnuna hér.