Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Bændasamtökunum styrk sem ætlað er að nota til sértækra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning við viðkvæma hópa í kjölfar Covid-19 faraldursins. Ráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafa undirritað samning þess efnis.