Beint í efni

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Verkefninu var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. 

Um er að ræða samstarf aðila í hestatengdri starfsemi og samstarfaðilar í Íslandshestamennsku um allan heim eru velkomnir, enda er um alþjóðlegt verkefni að ræða. Um 70 þátttakendur hafa verið í verkefninu, fyrirtæki, samtök og félög, þ.m.t. FHB, LH og íslenska ríkið.  Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins.