Beint í efni

Á sjöunda áratugnum hófst ræktun holdakjúklinga í fyrsta sinn að einhverju marki og kjötið varð brátt eftirsótt á borðum landsmanna. Íslenskir kjúklingabændur hafa í gengum árin lagt ríka áherslu á velferð kjúklinga á búum sínum. Vegna legu landsins okkar búum við svo vel að geta nánast haldið fuglasjúkdómum alveg niðri. Á Íslandi hefur kjúklingurinn meira pláss, betra fóður og nýtur verndar í lögum landsins sem MAST (Matvælastofnun) hefur eftirlit með að sé framfylgt.