Beint í efni

Alifuglabændur

Deild alifuglabænda gætir hagsmuna félagsmanna gagnvart þriðja aðila. Deildin vinnur að aukinni neyslu afurða félagsmanna með upplýsingagjöf, auglýsingum og öðrum markaðstengdum aðgerðum.

Stjórn alifuglabænda

Formaður:
Guðmundur Svavarsson - gudmundur@holta.is

Meðstjórnendur:
Jón Magnús Jónsson - reykjabuid@kalkunn.is
Eydís Rós Eyglóardóttir - disa@vig.is

Varamenn:
Ingvar Guðni Ingimundarson - vig@vig.is

Sagan

Félag kjúklingabænda var svo stofnað 1988 og starfaði farsællega fyrir hönd félagsmanna sinna allt þar til í júní 2021. Aðalfundur Félags kjúklingabænda sem haldinn var, 27. maí 2021, samþykkti að sameinast Bændasamtökum Íslands án slita félagsins. Í því fólst að öll dagleg starfsemi og rekstur félagsins færðist til BÍ frá og með 1. júlí 2021 og kallast nú Deild alifuglabænda innan Bændasamtakanna.

Alifuglabúskapur á Íslandi

Á sjöunda áratugnum hófst ræktun holdakjúklinga í fyrsta sinn að einhverju marki og kjötið varð brátt eftirsótt á borðum landsmanna. Íslenskir kjúklingabændur hafa í gengum árin lagt ríka áherslu á velferð kjúklinga á búum sínum. Vegna legu landsins okkar búum við svo vel að geta nánast haldið fuglasjúkdómum alveg niðri. Á Íslandi hefur kjúklingurinn meira pláss, betra fóður og nýtur verndar í lögum landsins sem MAST (Matvælastofnun) hefur eftirlit með að sé framfylgt.

Alifuglaeldi

Bóndinn fær ungana dagsgamla frá útungunarstöð og kemur þeim fyrir í eldishúsi. Áður hefur húsið verið þrifið, sótthreinsað og spænt. Kjörhiti og rakastig fyrir ungana þarf að vera í húsinu þegar þeir koma í það, einnig þarf að vera frjálst aðgengi að fóðri og vatni og lýsing að vera rétt. Á eldistímanum er hitastig lækkað smám saman eftir þörfum fuglsins, frá rúmlega 30 gráðum í byrjun og niður í tæpar 20 gráður í lok eldis. Áríðandi er að undirburður sé þurr, loftræsting góð og allt eftirlit nákvæmt. Við eldið er notað kögglað heilfóður.