Búgreinadeildir

Í samræmi við samþykkt aukabúnaðarþings Bændasamtaka Íslands frá 10. júní, tók nýtt skipulag samtakanna formlega taka gildi frá og með 1. júlí. Nýir starfsmenn gengu til liðs við samtökin frá búgreinafélögunum og hófu störf á sama tíma. Helstu breytingar á skipulagi skrifstofu eru að tvö ný svið hafa litið dagsins ljós, markaðssvið og fagsvið búgreina.

Á fagsviði búgreina er starfað í deildum sem hafa það verksvið að annast um sérhæfð málefni einstakra búgreina. Fagdeildirnar sjá m.a. um ýmis málefni í ytra umhverfi búgreina, móta áherslur í hagsmunagæslu, taka þátt í skipan fagráða o.s.frv.