Búnaðarsamband Eyjafjarðar Óseyi 2, 603 Akureyri 
 

Skiptiborð og afgreiðsla: Umsjón, Regína Sveinbjörnsdóttir. 
Opið frá kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Sími: 4604477. 

Stjórn BSE
Formaður: 

Gunnhildur Gylfadóttir Steindyrum Dalvíkurbyggð. steindyr(hjá)simnet.is 
Varaformaður: 
Birgir Arason Gullbrekku Eyjafj.sveit. gullbrekka(hjá)simnet.is 
Aðrir í stjórn: 
Helgi Þór Helgason Bakka Hörgársveit. gbui(hjá)simnet.is 
Guðmundur Sturluson Þúfnavöllum Hörgársveit. thufnavellir(hjá)simnet.is 
Gestur J. Jensson Dálksstöðum Svalbarðsströnd. Gesturj(hjá)gmail.com.

Tilgangur félagsins er meðal annars: 
- að vera málsvari félagsmanna varðandi búrekstur. 
- að vinna að framförum á sviði landbúnaðar. 
- að vinna að bættum hag félagsmanna. 
- að gæta hagsmuna félagsmanna í markaðs- og kjaramálum. 
Starfssvið og verkaskipting: 

Framkvæmdastjóri: 
Sigurgeir B. Hreinsson. bugardur(hjá)bugardur.is, sigurgeir(hjá)bugardur.is Beinn sími. 460-4472
Ásamt framkvæmdastjórn sinnir hann ýmsum þjónustustörfum fyrir bændur samkvæmt lögum félagsins, Sigurgeir hefur umsjón með jarðabóta- og vatnsveituúttektum. Umsjón sauðfjársæðinga á Norðausturlandi eru einnig á hans borði.. 

Inga Hrönn Flosadóttir er í hlutastarfi í ýmsum þjónustustörfum og sér m.a. um kaffistofuna. 

Bókvís ehf: Bókhald og skattauppgjör fyrir einstaklinga bændur og smærri fyrirtæki. 
Starfsmenn eru Jón Hlynur Sigurðsson, jhs(hjá)bugardur.is,460-4475. Þórður G. Sigurjónsson tgs(hjá)bugardur.is 460-460-4466. Hildur Aðalsteinsdóttir, hildur(hjá)bugardur.is og Rafn Arnbjörnsson rabbi(hjá)bugardur.is 460-4467. 
Bókvís ehf er sjálfstætt fyrirtæki í bókhaldsþjónusta í eigu Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Unnið er bókhald fyrir bændur, einstaklinga og minni fyrirtæki. Þá sér Bókvís um bókhald fyrir Búnaðarsambandið og ýmis félög og stofnanir á sambandssvæðinu. Einnig hefur verið veitt aðstoð við samningagerð, jarðaskipti, stofnun einkahlutafélaga og fleira því tengt. Húsnæði og aðstaða er leigð af BSE. 

Klaufskurður: Starfræktur er klaufskurðarbás sem BSE á með BSSÞ. Umsjón með básnum hefur Helgi Jóhannesson. Pantanir berist í bugardur(hjá)bugardur.is eða í síma 460-4477. 

Kortagerð: Teiknuð eru túnkort og afstöðumyndir. Starfsmenn: Hákon Jensson hakon(hjá)bugardur.is 460-4458.Guðmundur H. Gunnarsson. Tölvupóstfang: ghg(hjá)bugardur.is, 460-4469. 
Byrjað var með stafræna kortagerð á vegum Ræktunarfélags Norðurlands (félag allra búnaðarsambanda á Norðurlandi) árið 1990, en Búnaðarsamband Eyjafjarðar yfirtók þessa starfsemi árið 1996 og hefur haldið henni áfram óslitið síðan. Í fyrstu var megin áhersla lögð á kort af túnum og ræktunarlöndum til notkunar í leiðbeiningaþjónustunni varðandi áburðargjöf og fl. Við kortagerðina voru í fyrstu notaðar svarthvítar loftmyndir frá Landmælingum Íslands, en árið 2000 gerði Búnaðarsamband Eyjafjarðar ásamt sveitarfélögum við Eyjafjörð samning við Loftmyndir ehf um afnot af uppréttum loftmyndum í lit af Eyjafjarðarsvæðinu, sem fyrirtækið var þá byrjað að taka af landinu. Aðgangur af þessum loftmyndum hefur komið kortagerðinni að góðum notum bæði hvað varðar ræktunarlönd og önnur verkefni. Starfsemin þróaðist með tímanum í fleiri verkefni eins og t.d. gerð afstöðu- og yfirlitsmynda vegna byggingaframkvæmda í dreifbýlinu, lóðamælingar fyrir stök hús og deiliskipulög fyrir frístunda- og íbúðarhús. Þá hefur einnig verið unnið við mælingar á landmerkjum t.d. vegna skiptingu lands og jarða, en brín nauðsyn er á mælingu þeirra, því bæði eru kennileitin að hverfa og þeir sem þekkja þau að hverfa af vettvangi. Til að geta sinnt þeim mælinga- og skipulagsverkefnum sem getið er hér að framan var fjárfest í GPS-landmælingatæki frá Trimble. Kortagerðin hefur alltaf verið rekin sem útseld þjónusta og reynt hefur verið að láta reksturinn standa undir sér, en samt sem áður teljum við að bændur hafi notið góðs af því að þessi þjónusta sé til staðar á starfssvæði Búgarðs. 

Kúasæðingar: BSE sér um sæðingar á kúm og kvígum í Eyjafirði. Fastráðnir starfsmenn eru Rafn Hugi Arnbjörnsson og Andri Már Sigurðsson. Um afleysingar sér Sigurgeir B Hreinsson. Einnig hefur Valþór Freyr Þráinsson frjótæknir hjá BSSÞ gripið í að leysa af. 
Frjótæknar eru að störfum alla daga ársins með eftirtöldum undantekningum: 1. janúar, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní og jóladag. 

Símatími er frá kl. 9-10 á morgnana. þess utan er símsvari á sem tekur við skilaboðum. Síminn er 460-4460.