Í sveitum landsins hafa lengst af verið starfandi hreppabúnaðarfélög. Þau mynda búnaðarsambönd sem hvert um sig nær yfir eina eða fleiri sýslur. Á síðustu árum hafa víða orðið breytingar og nú er bakgrunnur búnaðarsambandanna misjafn. Sums staðar eiga búgreinafélög aðild að búnaðarsambandi og annars staðar eiga bændur beina aðild að búnaðarsambandi. Helstu verkefni búnaðarsambanda voru að veita faglega ráðgjöf um landbúnað en það hlutverk tók breytingum þegar ráðunautastarfsemi yfir allt land var sameinuð árið 2013 í Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem er í eigu Bændasamtakanna. Búnaðarsamböndin eru stéttarfélög bænda og þau sinna sérhæfðri þjónustu eins og bókhaldi og annast búfjársæðingar.

Sum búnaðarsambönd hafi myndað samtök sem ná til stærra svæðis, t.d. á Vesturlandi þar sem þrjú búnaðarsambönd mynda Búnaðarsamtök Vesturlands.

Búnaðarsamband Kjalarnesþingsmiddalur[hjá]emax.is

Búnaðarsamtök Vesturlands, bv[hjá]bondi.is

Búnaðarsamband Vestfjarða, bjornb[hjá]snerpa.is

Búnaðarsamband Skagfirðinga, keldudalur[hjá]keldudalur.is

Búnaðarsamband Eyjafjarðar, gullbrekka[hjá]simnet.is

Búnaðarsamband S-Þingeyinga, haukur.marteinsson[hjá]gmail.com

Búnaðarsamband N-Þingeyinga, sthg[hjá]svalbardshreppur.is

Búnaðarsamband Austurlands, austur[hjá]bondi.is

Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu, austur[hjá]bondi.is

Búnaðarsamband Suðurlands, bssl[hjá]bssl.is

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, rhs[hjá]bondi.is

Hreppabúnaðarfélög
Starfsemi hreppabúnaðarfélaga er nokkuð mismunandi frá einu félagi til annars en víðast eru þau grunneiningar búnaðarsambandanna og þar með lykillinn að aðild hvers bónda að félagskerfi landbúnaðarins. Helstu verkefni hreppabúnaðarfélaganna hafa að öðru leyti verið að halda fræðslufundi, eiga og reka tæki, s.s. áburðardreifara og jarðvinnsluvélar, innheimta fyrir búnaðar- og ræktunarsambönd, útborgun jarðabótaframlaga, dreifing búfræðirita og fræðslu- og kynningarferðir.