Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.

Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

Félagið var stofnað þann 29. febrúar 2008.

Aðalstjórn:

Hanna S. Kjartansdóttir, formaður - beint@beintfrabyli.is

Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaformaður - arnheidur@bjarteyjarsandur.is

Guðmundur Jón Guðmundsson, gjaldkeri - gjaldkeri@beintfrabyli.is

Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, ritari - hannaoghordur@hotmail.com

Hafdís Sturlaugsdóttir, meðstjórnandi - husavik@simnet.is

 

Varastjórn:

Þórarinn Jónsson, hals@hals.is  

Kristín Helga Ármansdóttir, kristina1@simnet.is

Til að hafa samband: Vinsamlega hafið samband við formann eða ritara félagsins. Einnig má senda fyrirspurn á  beint@beintfrabyli.is


Vefsíða: www.beintfrabyli.is