Dagur með bónda

Dagur með bónda hófst árið 1999 hjá Bændasamtökum Íslands og hefur gengið óslitið síðan. Verkefnið gengur út á að bóndi heimsækir 7. bekki og dvelur með þeim í 3-4 kennslustundir.

Eitt af markmiðum Dags með bónda er að brúa bil á milli þéttbýlis og dreifbýlis, á milli framleiðenda og neytenda. Það gerir hann með því að fara í skóla í þéttbýlinu og fræða nemendur og kennara um landbúnað og líf og störf í sveitinni.

Þegar bóndi kemur í heimsókn

Dagur með bónda er í raun skipulögð dagskrá með bónda í fjórar kennslustundir samfleytt. Fyrir heimsóknina hafa nemendur undirbúið sig heima með því að fylla út ættartré sem þau koma með og leggja fyrir bóndann til gamans og umræðna um þróun mannlífs og byggðar hér á landi. Bóndinn kemur sjálfur með og sýnir myndband um búið sitt og störfin í sveitinni, ásamt því að sýna og segja frá efnum og áhöldum sem nauðsynleg eru við framleiðslu á landbúnaðarvörum.

Nemendur kanna ýmis viðfangsefni í samvinnu við bóndann, svo sem ,,Hvað er í krukkunni” en það er vinsælt verkefni og felst í því að nota öll skilningarvit, augu, nef og bragðskyn til að kanna innihaldið í krukkunum, sem eru ýmis notkunarefni í landbúnaði. Fjörlegar umræður, spurningar og svör eru frjálsar og ráðast af undirbúningi nemenda og þátttöku og stjórnun kennara. 

Hverjir taka þátt?

Dagur með bónda stendur til boða í 7.bekk grunnskóla. Bændasamtökin hafa gert samkomulag við skóla í Reykjavík, Akureyri og Á Dalvík um heimsóknir. Í því felst að bóndi kemur einu sinni á vetri í hvern bekk í árganginum og geta skólarnir ákveðið hvenær á skólaárinu bóndinn kemur. Þessir skólar eru með samkomulag við Bændasamtökin:

Austurbæjarskóli 101 Reykjavík
Álfhólsskóli 200 Kópavogi
Álftanesskóli 225 Garðabær
Ártúnsskóli 110 Reykjavík
Áslandsskóli 221 Hafnarfjörður
Breiðagerðisskóli 108 Reykjavík
Breiðholtsskóli 109 Reykjavík
Brekkuskóli 600 Akureyri
Dalvíkurskóli 621 Dalvík
Foldaskóli 112 Reykjavík
Fossvogsskóli 108 Reykjavík
Giljaskóli 603 Akureyri
Glerárskóli 603 Akureyri
Háaleitisskóli 105 Reykjavík
Háteigsskóli 105 Reykjavík
Hlíðaskóli 105 Reykjavík
Hólabrekkuskóli 111 Reykjavík
Ingunnarskóli 113 Reykjavík
Klébergsskóli 116 Reykjavík
Korpuskóli 112 Reykjavík
Kópavogsskóli 200 Kópavogur
Langholtsskóli 104 Reykjavík
Lágafellskóli 270 Mosfellsbær
Lindaskóli 201 Kópavogur
Lundarskóli 600 Akureyri
Melaskóli 107 Reykjavík
Oddeyrarskóli 600 Akureyri
Rimaskóli 112 Reykjavík
Seljaskóli 109 Reykjavík
Setbergsskóli 221 Hafnarfjörður
Síðuskóli 603 Akureyri
Snælandsskóli 200 Kópavogur
Valhúsaskóli 170 Seltjarnarnes
Varmárskóli 270 Mosfellsbær
Vættaskóli 112 Reykjavík
Víðistaðaskóli 220 Hafnarfjörður
Vogaskóli 104 Reykjavík
Ölduselsskóli 109 Reykjavík

Nánari upplýsingar um Dag með bónda veitir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi, í netfangið dmb@bondi.is