Beint í efni

Útgáfusvið

Hluti af starfsemi Bændasamtakanna snýr að almannatengslum og útgáfu. Samtökin eiga og gefa út Bændablaðið og reka vefina bondi.is og bbl.is. 

Fræðslustarf fyrir almenning um landbúnað er hluti af starfsemi BÍ. Á fjórða tug sveitabæa mynda tengslanetið "Opinn landbúnaður" en þeir eiga allir það sameiginlegt að taka á móti gestum sem vilja kynna sér bústörfin.

Samskipti við fjölmiðla og miðlun efnis um hagsmuni bænda er ríkur þáttur í starfsemi útgáfu- og kynningarsviðs BÍ. 

Að auki gefa samtökin út veggspjöld og ýmsa upplýsingabæklinga, koma að framleiðslu myndbanda og annars kynningarefnis.

Hjá útgáfusviði BÍ starfa 5 einstaklingar í fullu starfi ásamt nokkrum verktökum sem sinna afmörkuðum verkefnum.