Um tölvudeild

 
Tölvudeild Bændasamtaka Íslands
 
Forstöðumaður: Þorberg Þ. Þorbergsson, netfang: thorberg[hjá]bondi.is
 
Netfang þjónustuborðs tölvudeildar: tolvudeild[hjá]bondi.is
 
Tölvudeild Bændasamtaka Íslands sér um rekstur á tölvukerfi Bændasamtakanna, þróun og þjónustu á forritum fyrir bændur og búnaðarsambönd og almenna ráðgjöf í tölvumálum. Bændasamtök Íslands (BÍ) smíða og þróa forrit eða flytja inn og aðlaga fyrir íslenskar aðstæður. Bændur og búnaðarsambönd nýta sér tölvutækni í auknu mæli og í dag eru hundruðir bænda um allt land skráðir notendur að þeim forritum sem tölvudeild BÍ býður upp á. Umfangsmikil hugbúnaðarþróun fer fram í tölvudeild í öllum búgreinum og í innri tölvukerfum Bændasamtakanna.
 
BÍ hafa einnig umsjón með skráningu og úrvinnslu á skýrsluhaldi í öllum búgreinum. Tölvudeildin sér um útgáfu af hestavegabréfum við útflutning á hrossum en þau eru unnin í gegnum WorldFeng.