Loðdýrarækt

FurFarm og FarmCockpit (www.kopenhagenfur.com) er afurða- og skýrsluhaldskerfi í loðdýrarækt. Það skiptist í tvo hluta, annars vegar afurðasölu hluta þar sem hægt er að nálgast tölfræði um sölu skinna og samanburð á skinnum bóndans við samkeppnisaðila. Hins vegar er það ræktunar- og skýrsluhaldskerfi þar sem bóndinn skráir upplýsingar um ætterni og svipgerðir til að byggja útreikning á kynbótamati eftir.
 
Hægt er að nota þessar upplýsingar til að prenta kort á ásetningsdýr. Fyrirhugaðar eru breytingar á ræktunar og skýrsluhaldskerfinu á þessu ári sem hafa meðal annars þann tilgang að reikna út fjölbreytu kynbótamat í stað einbreytu eins og er núna. 
 
Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild[hjá]bondi.is.