Landsmarkaskrá

Landsmarkaskrá (landsmarkaskra.is). Vefútgáfa Landsmarkaskrár markar tímamót í birtingu búfjármarka hér á landi. Hún á sér langan aðdraganda og var orðin mjög tímabær vegna sívaxandi tölvunotkunar á seinni árum. Tölvudeild Bændasamtaka Íslands (áður Búnaðarfélags Íslands) skráði öll mörk í Landsmarkaskrá allt frá 1989 og hafa þrjár slíkar verið gefnar út á prenti, 1989, 1997 og 2004.

Árið 2012 voru gefnar út nýjar markaskrár í öllum markaumdæmum landsins, 17 að tölu. Efni þeirra myndar grunn þessarar vefútgáfu auk þeirra marka sem síðan hafa borist til birtingar frá markavörðum. Ný mörk eru skráð inn jafnóðum og þau berast, og því verður hægt að leita öruggra upplýsinga úr henni eftir þörfum, hvenær sem er. Auk markanna er ýmiss konar annar fróðleikur í skránni varðandi fjallskil og notkun marka, þar með um liti plötumerkja eftir landsvæðum að ógleymdum öllum bæjarnúmerum í landinu. 

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild[hjá]bondi.is.