Huppa.is

 

Huppa (huppa.is) er afurða- og skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt. Þar geta nautgripabændur skráð upplýsingar er tilheyra skýrsluhaldi nautgriparæktar og fengið margvíslegar upplýsingar um gripina sína. Má þar nefna upplýsingar um ætterni, afurðir, flutningssögu, kynbótamat o.fl.

Í Huppu fer einnig fram skráning og skil á mjólkurskýrslum, skráning afdrifa gripa, burðarskráning og skráning vegna kaupa og sölu gripa, sæðingaskráning o.fl. Huppa inniheldur ýmsa lista og skýrslur og er því öflugt tæki til aðstoðar við bústjórn og daglegrar ákvarðanatöku við rekstur búsins. 

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild[hjá]bondi.is.