Heidrun.is

 

Á árinu 2016 var gerð breyting á Fjárvísi, þ.e.a.s. kerfið nýtist nú bæði fyrir skýrsluhald í sauðfjárrækt og geitfjárrækt. Þannig má segja að Fjárvís sé búgreinaskipt kerfi, annars vegar kerfi sauðfjárræktar og hins vegar kerfi geitfjárræktar og ber þá nafnið Heiðrún (heidrun.is) enda margt sameiginlegt í báðum þessum búgreinum. 

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild@bondi.is.