dkBúbót

dkBúbót er bókhaldsforrit sniðið að bændum og þeirra þörfum. dkBúbót var sett á markað í lok febrúar 2002. Kerfið tekur saman virðisaukaskattskýrslur samkvæmt innfærðu bókhaldi búsins og býður upp á að útbúa skattskýrslur, hvort sem er landbúnaðarframtal (RSK 4.08) eða rekstrarframtal (RSK 1.04) fyrir árið. Þá inniheldur kerfið auk fjárhagsbókhalds, einingar fyrir reikningaútskrift, eignaskrá, birgðir, laun, skuldunauta og lánadrottna.

dkBúbót byggist að grunni til á dk viðskiptahugbúnaðinum frá dk Hugbúnaði sem er alíslenskt kerfi sem er einfalt og hagkvæmt í rekstri, en hefur þó verið aðlagað að þörfum bænda og býður upp á góða yfirsýn og fjölbreytta valmöguleika. Greining á niðurstöðum bókhaldsins á hverjum tíma er leikur einn með kerfinu. dkBúbót er notuð með einum eða öðrum hætti í bókhaldi fyrir um 2.000 einstaklinga og hlutafélög í landbúnaði. Þá nota öll helstu bókhalds- og endurskoðunar-skrifstofur landsins dk Viðskiptahugbúnað fyrir sína viðskiptavini sem gerir þeim auðvelt að vinna með gögn fyrir bændur úr dkBúbót.

Nú er ör þróun á þann veg að vinna og geyma gögn miðlægt og þá í svonefndum skýjum. Þessi ský eru í raun á tiltekið umhverfi sem getur verið geymt hvar sem er þar sem unnt er að nálgast það með netsambandi. Þannig er algengt í dag að jafnvel fyrirtæki og stofnanir geymi sín gögn á erlendri grundu í skýi. ( Ský = hýsing á gögnum og eða forritum eftir atvikum ) Upplýsingatæknisvið Bændasamtakana er nú þegar farið að bjóða upp á skýjaþjónustu þar sem dkBúbót er vistuð en það ský er vistað hjá okkur. Af þessu skapast sá möguleiki og framför í samskiptum og vinnulagi að endurskoðendur og bókhaldsstofur fara beint að fenginni beiðni og heimild viðkomandi, inn á bókhald viðkomandi og vinna í gögnunum miðlægt og þau þar af leiðandi aldrei flutt til eins og áður. Í skýinu sér upplýsingatæknisviðið um að tekin séu afrit á hverri nóttu og svo einnig að halda bókhaldshugbúnaðinum uppfærðum á hverjum tíma. 

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild[hjá]bondi.is.