Bændatorg

Bændatorg er veflæg upplýsingagátt fyrir bændur og ráðunauta. Bændur skrá sig inn á sitt eigið svæði þar sem þeir hafa aðgang að margvíslegum upplýsingum úr búrekstri sínum.

Á vefnum geta bændur og ráðunautar skipst á upplýsingum og munu samskipti þeirra á milli fara fram í gegnum Bændatorgið. Jafnframt hefur Matvælastofnun byggt upp rafrænt umsóknarkerfi á Bændatorginu, þar sem bændur geta sótt um styrki rafrænt, fylgst með afgreiðslu styrkumsókna og fengið yfirlit yfir allar stuðningsgreiðslur. Öruggur aðgangur er tryggður með rafrænu auðkenni en meðal upplýsinga sem bændur get fengið á Bændatorginu eru yfirlit úr skýrsluhaldskerfum, grunnupplýsingar um bú, félagsaðild o.fl.

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild[hjá]bondi.is.