Forrit fyrir bændur

 

Tölvudeild Bændasamtaka Íslands sér um rekstur á tölvukerfi samtakanna ásamt þróun og notendaþjónustu á forritum fyrir bændur.
 
Forritin sem eru í eigu BÍ eru sjö talsins:
 
- Huppa, skýrsluhaldskerfi fyrir nautgriparækt.
- Fjárvís, skýrsluhaldskerfi fyrir sauðfjárrækt.
- Heiðrún, skýrsluhaldskerfi fyrir geitfjárrækt.
- Jörð, skýrsluhaldskerfi fyrir jarðrækt.
- WorldFengur, upprunaættbók íslanska hestsins.
- Landsmarkaskrá, heldur utan um búfjármörk hér á landi.
- Bændatorgið, upplýsinga- og þjónustugátt fyrir bændur. 
 
Önnur forrit í eigu annarra aðila en þróuð af tölvudeild Bændasamtaka Íslands eru SportFengur, mótakerfi Landssamtaka Hestamannafélaga, Snati, heldur utan um skráningu smalahunda og Völustallur, heldur utan um einstaklingsmerkingar gæludýra.
Tölvudeild Bændasamtaka Íslands býður bændum einnig upp á bókhaldsforrit, dkBúbót, sem er byggt að grunni til á viðskiptahugbúnaði frá dk Hugbúnaði og er sérsniðið að þörfum bænda.
 
Mögulegt er að sækja um aðgang að kerfum í gegnum Bændatorgið eða hafa samband við þjónsutufulltrúa Bændasamtaka Íslands í síma 563-0300 eða með tölvupósti á netfangið tolvudeild[hjá]bondi.is