Upplýsingatækni

Upplýsingatækni kemur víða við sögu í rekstri búa og nútíma bústörfum. Hjá Bændasamtökunum er haldið utan um þróun og viðhald á skýrsluhaldskerfum sem tilheyra landbúnaði, gagnaumsjón og fleira.

Í tölvudeild Bændasamtaka Íslands starfa tíu manns sem gegna mismunandi hlutverkum og eru staðsettir víðs vegar um landið.  Þjónustufulltrúar eru þrír, einn kerfisstjóri, fimm aðilar sem sinna hugbúnaðargerð og einn kynbótafræðingur.