Félagsgjöld

Félagsmenn í Bændasamtökunum greiða félagsgjöld.

Félagsgjald veitir viðkomandi búi (búsnúmeri) rétt á afsláttarkjörum á þjónustu sem að Bændasamtökin bjóða hverju sinni.

Fast gjald á rekstrareiningu er kr. 3.500 á mánuði (kr. 42.000 á ári).

a. Félagsgjald sbr. ofangreint veitir tveimur einstaklingum sem standa að búrekstri viðkomandi bús rétt til fullrar aðildar að BÍ án aukagjalds.

b. Ef aðrir/fleiri einstaklingar sem standa að búrekstrinum óska eftir því að gerast félagsmenn í BÍ með fullri aðild greiði þeir sama gjald og aukafélagar eða kr. 12.000 árlega fyrir hvern. Aðild þessi veitir ekki afslátt af virðisaukaskattsskyldri þjónustu hjá BÍ.

c. Aðilar sem standa fyrir rekstri sem telst minniháttar og eru með veltu undir 1.200.000 kr. (hundrað falt það gjald sem aukafélagar greiða), geta að fengnum meðmælum viðkomandi aðildarfélags sótt um að greiða kr. 12.000 á ári en njóta fullra réttinda. Fylla þarf út umsókn þar að lútandi og senda til BÍ. Sjá pdf.

Skilyrði fyrir fullri félagsaðild í Bændasamtökum Íslands sbr. a, b og c er að viðkomandi sé í a.m.k. einu aðildarfélagi þess. Full aðild veitir m.a. rétt félagsmanna til að gegna trúnaðarstörfum og njóta kjörgengis til kosninga um þá samninga sem gerðir eru í nafni Bændasamtakanna þegar það á við.

Umsókn um lækkun á félagsgjaldi BÍ - pdf

 

Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda BÍ eru sendir út til bænda í marsmánuði. Með því að greiða gjaldið verða bændur áfram félagsmenn í samtökunum og njóta allra þeirra réttinda sem aðild færir þeim.

Með niðurlagningu búnaðargjalds var sú ákvörðun tekin innan BÍ að innheimta félagsgjöld þess í stað. Félagsgjaldið er nýtt til þess að gæta hagsmuna bænda og reka öflug Bændasamtök.

Skilyrði  fyrir félagsaðild að BÍ er að aðili sé að minnsta kosti í einu aðildarfélagi samtakanna. Þau eru búnaðarsambönd, búgreinafélög og Samtök ungra bænda. Félagatöl aðildarfélaganna eru grunnurinn að félagatali Bændasamtakanna og þar með innheimtu félagsgjaldanna.

Greiða þarf greiðsluseðil sem sendur er út árlega til að staðfesta félagsaðild að Bændasamtökum Íslands. Aðeins félagsmenn munu njóta félagslegra réttinda, afsláttarkjara og aðgengis að allri þjónustu samtakanna.

Hver er ávinningur minn að vera í Bændasamtökunum?

·         Bændasamtökin vinna að hagsmunum allra bænda og eru málsvari stéttarinnar

·         Þú ert þátttakandi í samtökum bænda og getur haft áhrif á félagsstarfið

·         Þín aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins

·         Þú nýtur ráðgjafar um réttindi og um málefni sem snerta bændur

·         BÍ koma fram fyrir þína hönd gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir bændur

·         Þú nýtur 30% afsláttar af vissum forritum BÍ

·         Aðild tryggir þér sérkjör á gistingu á Hótel Sögu

·         Þú getur leigt orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu og orlofshús á Hólum í Hjaltadal

·         Sem félagsmaður getur þú sótt um stuðning í starfsmenntasjóð

·         Samtakamáttur heildarinnar er mikill og verður meiri eftir því sem fleiri taka þátt
 

Félagsgjöld Bændasamtakanna fyrir árið 2017

Félagsgjald A
Grunngjald fyrir aðild að BÍ er 42.000 kr. fyrir árið 2017. Því fylgir aðild með fullum félagslegum réttindum fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búrekstri.

Félagsgjald B
Ef fleiri en tveir einstaklingar standa fyrir búi greiðir hver félagsmaður umfram tvo, að auki 12.000 kr. Aðild þessi veitir ekki afslátt af virðisaukaskattsskyldri þjónustu hjá BÍ.

Félagsgjald C
Aðilar sem standa fyrir rekstri sem telst minniháttar og eru með veltu undir 1.200.000 kr., geta að fengnum meðmælum viðkomandi aðildarfélags sótt um að greiða kr. 12.000 á ári en njóta fullra réttinda. Fylla þarf út umsókn þar að lútandi, sem er að finna á bondi.is, og senda til BÍ. Bændasamtökin óska sjálf eftir meðmælum frá viðkomandi aðildarfélagi.

Ert þú með spurningar vegna félagsgjaldanna?

Ef leiðréttinga er þörf á félagsaðild eða ef óskað er eftir að skipta félagsgjaldinu í tvær greiðslur eru bændur hvattir til að hafa samband við skrifstofu BÍ svo hægt sé að bregðast við því. Upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma 563 0300, í gegnum Bændatorgið eða í netfangið bondi@bondi.is.

Aðrar upplýsingar:
- Um aðild að BÍ
- Félagsgjöld
- Umsókn um lækkun á félagsgjaldi


Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri við innleiðingu félagsgjalda hjá BÍ. Hún og fleiri starfsmenn hjá BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 og í netfangið bondi@bondi.is.

 
Starfsfólk á skrifstofu BÍ er boðið og búið að gefa upplýsingar um félagsgjöldin.