Félagsgjöld

Félagsmenn í Bændasamtökunum greiða félagsgjöld.

Félagsgjald veitir viðkomandi búi (búsnúmeri) rétt á afsláttarkjörum á þjónustu sem að Bændasamtökin bjóða hverju sinni.

Fast gjald á rekstrareiningu er kr. 3.500 á mánuði (kr. 42.000 á ári).

a. Félagsgjald sbr. ofangreint veitir tveimur einstaklingum sem standa að búrekstri viðkomandi bús rétt til fullrar aðildar að BÍ án aukagjalds.

b. Ef aðrir/fleiri einstaklingar sem standa að búrekstrinum óska eftir því að gerast félagsmenn í BÍ með fullri aðild greiði þeir sama gjald og aukafélagar eða kr. 12.000 árlega fyrir hvern. Aðild þessi veitir ekki afslátt af virðisaukaskattsskyldri þjónustu hjá BÍ.

c. Aðilar sem standa fyrir rekstri sem telst minniháttar og eru með veltu undir 1.200.000 kr. (hundrað falt það gjald sem aukafélagar greiða), geta að fengnum meðmælum viðkomandi aðildarfélags sótt um að greiða kr. 12.000 á ári en njóta fullra réttinda. Fylla þarf út umsókn þar að lútandi og senda til BÍ. Sjá pdf.

Skilyrði fyrir fullri félagsaðild í Bændasamtökum Íslands sbr. a, b og c er að viðkomandi sé í a.m.k. einu aðildarfélagi þess. Full aðild veitir m.a. rétt félagsmanna til að gegna trúnaðarstörfum og njóta kjörgengis til kosninga um þá samninga sem gerðir eru í nafni Bændasamtakanna þegar það á við.

Umsókn um lækkun á félagsgjaldi BÍ - pdf