Aðild

Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök íslenskra bænda. Aðild að samtökunum geta átt einstaklingar og félög einstaklinga og lögaðila sem standa að búrekstri.

Aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt félög einstaklinga og lögaðila sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota. Skilyrði fyrir aðild félaga að Bændasamtökum Íslands eru að þau hafi að lágmarki 50 fullgilda félagsmenn, sem jafnframt eru félagar í Bændasamtökum Íslands, eða að samanlögð ársvelta félagsmanna, sem jafnframt eru aðildar að Bændasamtökum Íslands, sé a.m.k. 500 milljónir króna. Með ársveltu er átt við veltu búvöru og tengdrar þjónustu hjá búvöruframleiðendum. 

Fulla aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota. Aðild samkvæmt þessum staflið veitir full réttindi fyrir tvo einstaklinga.

Á búum þar sem a.m.k. einn einstaklingur eða lögaðili er félagsmaður í Bændasamtökum Íslands skal full aðild einnig heimil öðrum þeim einstaklingum sem standa að búrekstrinum. Með því er átt við maka rekstraraðila, eigendur félagsbúa eða lögaðila sem standa fyrir búrekstri eða aðra þá einstaklinga sem standa sannanlega að búrekstrinum.

Aukaaðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar, 18 ára og eldri, sem búsettir eru á Íslandi og styðja markmið samtakanna.

Sérstaka aukaaðild að samtökunum geta átt lögaðilar sem starfa við eða í tengslum við landbúnað. Aðild þessara félaga fylgir enginn atkvæðisréttur eða önnur félagsleg réttindi. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands gerir aðildarsamninga við þessi félög.

Félagsgjöld eru innheimt hjá BÍ en upplýsingar um þau má finna hér.