Greiðslumark

Greiðslumark

Greiðslumark mjólkur

Greiðslumark lögbýla er tiltekið magn mjólkur, mælt í lítrum, sem áveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði.

Greiðslumark sauðfjár

Heildagreiðslumark sauðfjár er 368.457 ærgildi. Greiðslumark lögbýla er tiltekinn fjöldi ærgilda, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslna.  
Bændasamtök Íslands halda skrá yfir greiðslumark lögbýla (aðila að greiðslumarki)


Aðilaskipti að greiðslumarki

Um aðilaskipti að greiðslumarki gildir nú reglugerð  1278/2011  um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og beingreiðslur til bænda árið 2012 ásamt reglugerð 190/2011 um markaðsfyrirkomulag og  reglugerð um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum og beingreiðslur 2008-2013 nr. 11/2008 

Aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur

Nú er í gildi markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur.  Matvælastofnun  annast markað fyrir greiðslumark mjólkur skv. reglugerð 190/2011.

Öll aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur falla undir ákvæði þessarar reglugerðar og eru önnur aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á milli lögbýla óheimil hvort sem um er að ræða sölu eða gjafir. Undir reglugerð þessa fellur þar með talið flutningur á greiðslumarki  milli lögbýla í eigu sömu eigenda.

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur er haldinn tvisvar á ári; þann 1. apríl og þann 1. nóvember.


Aðilaskipti að greiðslumarki í sauðfé

Skv. reglugerð um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum og beingreiðslur er heimilt að flytja greiðslumark í sauðfjárframleiðslu milli lögbýla.

Tilkynningu um flutning skal senda Bændasamtökum Íslands fyrir 15. janúar á því ári sem flutningur tekur gildi.

Tilkynning um aðilaskipti greiðslumarks sauðfjárLeturstærðir


Leit og innskráning

  • English
  • Vefpóstur bondi@bondi.is
Leitarvél

Bændatorg

BændatorgGleymt lykilorð?
Nýr notandi
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi