Fréttir og tilkynningar

29.desember 2016

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Nýir búvörusamningar voru undirritaðir 19. febrúar sl. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja stafina sína á samningana.

Um áramót ganga nýir búvörusamningar í gildi. Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur verið falin framkvæmd á stuðningsgreiðslum til bænda ...

28.desember 2016

Verðbreytingar á mjólk

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% hinn 1. janúar nk.

18.desember 2016

Fræðsluefni um öryggi og vinnuvernd

Á síðustu árum hafa Bændasamtökin í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd starfrækt vinnuverndarverkefnið „Búum vel”. Markmið þess er að bæta öryggis- og vinnuverndarmenningu í sveitum, fækka slysum í landbúnaði og stuðla að góðu vinnuumhverfi og bættri ásýnd bæja. Starfið hefur meðal annars falist í heimsóknum til bænda, fræðslu og fundahöldum. Fræðslubæklingur um öryggi og vinnuvernd í landbúna...

15.desember 2016

Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi er forsenda stuðningsgreiðslna

Skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum á næsta ári til bænda sem stunda sauðfjár- og nautgriparækt er að taka þátt í afurðaskýrsluhaldi.

14.desember 2016

Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt

Í samræmi við ný búvörulög var Byggðastofnun falið síðastliðið vor að útfæra með einfaldari og skýrari hætti en áður svæðisbundinn stuðning fyrir sauðfjárbændur á þeim landsvæðum sem háðust eru sauðfjárrækt.

29.nóvember 2016

Bændasamtökin fordæma illa meðferð á dýrum

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf.:

24.nóvember 2016

Innflutningur á hráu kjöti er ógn við matvælaöryggi

Í kjölfar dóms héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp nýlega í máli Ferskra kjötvara ehf. gegn íslenska ríkinu, ítreka Bændasamtökin afstöðu sína að nauðsynlegt sé að viðhalda innflutningsbanni á hráu, ófrosnu kjöti.

22.nóvember 2016

Bændasamtökin opna nýjan bondi.is

Bændasamtökin hafa tekið í notkun nýjan vef þar sem helstu upplýsingar um starfsemi BÍ koma fram.

20.september 2016

Gildi menningarlandslags - UPPTÖKUR

Samtök ferðaþjónustunnar ásamt samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði stóðu fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 16. sept. sl. þar sem gildi menningarlandslags var í brennidepli.

15.september 2016

Ummæli verslunarforstjóra bera vott um fjandsamleg viðhorf til bænda

Yfirlýsing frá formanni Bændasamtaka Íslands vegna ummæla Finns Árnasonar forstjóra Haga um bændur og dýraníð.