Fréttir og tilkynningar

03.ágúst 2017

Yfirlýsing frá stjórn BÍ vegna stöðu sauðfjárræktarinnar

Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar í landinu. Þær miklu afurðaverðslækkanir sem boðaðar hafa verið í haust auk seinkana á greiðslum munu valda bændum verulegum vanda á næstu mánuðum.

03.ágúst 2017

Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður?

Bændasamtökin hafa í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd starfrækt vinnuverndarverkefnið „Búum vel”.

19.júlí 2017

Sumarlokun hjá BÍ

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða lokaðar frá og með 24. júlí til og með 11. ágúst vegna sumarleyfa.

13.júlí 2017

Reglugerð birt um notkun á þjóðfánanum

Breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga voru samþykktar á Alþingi í apríl á síðasta ári. Með þeim þarf ekki sérstakt leyfi til að nota fánann við markaðssetningu á vöru eða þjónustu.

28.júní 2017

Félagsmenn í BÍ fá afslátt af jord.is

Þessa dagana eru reikningar vegna veflæga skýrsluhaldskerfisins jord.is á eindaga. Hundruð bænda nýta sér forritið ...

22.júní 2017

Mikilvægt að fara vandlega yfir áhrif Brexit á viðskipti með landbúnaðarafurðir

Mikilvægt er fyrir Ísland að undirbúa vel útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, enda liggja gríðarlegir hagsmunir þar undir. Um 11% af þjónustu- og vöruviðskiptum Íslands fara til Bretlands.

07.júní 2017

Upptökur aðgengilegar frá ráðstefnunni Úrgangur í dag - auðlind á morgun

Ráðstefnan Úrgangur í dag – auðlind á morgun sem fjallaði um lífrænar aukaafurðir var haldin á Grand Hótel þann 24. maí síðastliðinn. Glærur og upptökur frá ráðstefnunni eru nú aðgengilegar.

22.maí 2017

Tölur um búfjárfjölda 2016 komnar út

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda fyrir árið 2016 ...

16.maí 2017

Aðgerða er þörf til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

Starfshópurinn afhendir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra greinargerð um aðgerðir til að sporna við sýklalyfjaónæmi. Mynd / Vefur velferðarrráðuneytis

Skýrsla starfshóps um tillögur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi hefur verið birt á vef velferðarráðuneytisins.

11.maí 2017

Tilnefningar til Embluverðlaunanna

Dómnefnd hefur tilnefnt fulltrúa frá Íslandi til Embluverðlaunanna sem verða veitt í Kaupmannahöfn