Fréttir og tilkynningar

08.september 2020

Rýmri reglur um göngur og réttir vegna COVID-19

Breytingar á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsótta hafa verið gerðar sem hafa það í för með sér að leiðbeiningar um göngur og réttir vegna COVID-19 taka breytingum sömuleiðis. Þær felast fyrst og fremst í því að nú eru nándarmörk komin niður í einn metra og fjöldatakmörkun miðast við 200 manns.

02.september 2020

Matvælasjóður tekur til starfa

Matvælasjóður var formlega kynntur í morgun í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

31.ágúst 2020

Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19 hafa verið uppfærðar

Búið er að uppfæra leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19. Helstu breytingar eru þær að nú er komin heimild til að veita almenna undandþága vegna nándarmarka í fjallaskálum þannig að heimilt verður að viðhafa 1 metra á milli einstaklinga í fjallaskálum, þegar því verður ekki viðkomið að halda 2 metra fjarlægð.

28.ágúst 2020

Skráningarfrestur kals- og girðingartjóna er til 1. október

Lokadagur fyrir skráningar umsókna á kal- og girðingartjónum vegna síðastliðins vetrar er 1. október næstkomandi, það er að lokað verður fyrir skráningar á miðnætti þann dag. Stefnan er að afgreiða og greiða út allar umsóknir sem skráðar verða innan þessa frests fyrir áramót.

19.ágúst 2020

Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19

Embætti landlæknis, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar fyrir göngur og réttir, vegna COVID-19.

30.júlí 2020

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar

Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí nk.

17.júlí 2020

Sumarlokun BÍ

Árleg sumarlokun Bændasamtakanna hefst frá og með mánudeginum 20. júlí. Opnað verður aftur mánudaginn 9. ágúst.

02.júní 2020

Verð á mjólk hækkar

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk...

28.maí 2020

Orlofsíbúð Bændasamtakanna

Félagsmönnum í Bændasamtökum Íslands býðst að leigja orlofsíbúð í Kópavogi...

22.maí 2020

Ríkisvaldið hafnar því að fella niður útboð á tollkvótum

Bændasamtök Íslands sendu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra erindi í lok apríl...