Fréttir og tilkynningar

11.apríl 2011

Marsuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar

Nú hafa niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir mars 2011 verið birtar á vefnum. Þær má finna undir vefsíðum nautgriparæktarinnar eða með því að smella...

08.apríl 2011

Bændatorgið komið í notkun

Bændatorg, upplýsingagátt fyrir bændur og ráðunauta, er ný vefþjónusta frá BÍ sem er komin í notkun. Í hægra horninu uppi á bondi.is er hnappur sem heitir "Bændatorg". Þegar smellt er á hann birtist innskráningargluggi inn á Bændatorgið þar sem notendur geta náð í margvíslegar upplýsingar úr sínum búrekstri.

07.apríl 2011

Bein útsending frá aðalfundi LS

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefst í dag, fimmtudag, kl. 13:00 í Bændahöllinni í Reykjavík. Fundurinn stendur fram undir helgi en árshátíð LS verður haldin á föstudagskvöldinu.

05.apríl 2011

Afstaða bænda til ESB-viðræðna kynnt í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi á föstudaginn var kynnt ríkisstjórn Íslands ályktun Búnaðarþings vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB.

29.mars 2011

Fréttablaðið og skýrsla Ríkisendurskoðunar

Haraldur Benediktsson formaður BÍ skrifar grein í Fréttablaðið í dag og svarar þar fullyrðingum Ólafs Þ. Stephensen ritstjóra í leiðara frá 28. mars um skýrslu Ríkisendurskoðunar og tengsl hennar við varnarlínur BÍ í ESB-málum.

25.mars 2011

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um útvistun opinberra verkefna til BÍ

Ríkisendurskoðun kynnti í dag skýrsluna "Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands". Í skýrslunni er fjallað um þau verkefni sem hið opinbera úthýsir til BÍ, sér í lagi á grundvelli búvörusamninga og búnaðarlagasamnings. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að Ríkisendurskoðun telur að Bændasamtökunum hafi verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála og að endurskoð...

25.mars 2011

Stuðningur við lífræna aðlögun í landbúnaði

Á liðnu sumri vann nefnd á vegum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að úttekt á stöðu lífræns landbúnaðar hér á landi. Á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar hefur í vetur verið unnið að samningu verklagsreglna...

24.mars 2011

Bændablaðið í 30 þúsund eintökum

Bændablaðinu er í dag dreift í aukaupplagi til allra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og í helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Heildarupplag er því rúm 30 þúsund eintök. Tilgangurinn er að vekja athygli á blaðinu en síðustu ár hefur dreifing...

18.mars 2011

Umsóknir um leyfi til að selja líflömb 2011

Sauðfjárbændur sem ætla að sækja um nýtt leyfi til að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl 2011 á eyðublöðum sem finna má á www.mast.is eða með því að hafa samband í síma 530-4800 og fá þau send.

18.mars 2011

Ráðherra tekur á móti ESB-ályktun

Forsvarsmenn Bændasamtakanna fóru á fund Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag og afhentu honum ályktanir Búnaðarþings 2011. Þar á meðal var ályktun um ESB-málin þar sem bændur setja fram varnarlínur...