Fréttir og tilkynningar

11.maí 2011

Skýrsluhaldsuppgjör nautgriparæktarinnar fyrir apríl

Nú hafa niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir apríl 2011 verið birtar á vefnum. Þær má finna á síðum nautgriparæktarinnar með því að smella ...

09.maí 2011

Alþjóðleg ráðstefna um meðferð og aðbúnað hrossa

Alþjóðlega NJF-ráðstefnan "Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate" verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk. Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um hross og hestamennsku.

05.maí 2011

Upptökur frá Fræðaþingi landbúnaðarins

Fræðaþing landbúnaðarins var haldið um miðjan mars sl. í Reykjavík. Hér á vefnum eru upptökur af flestum fyrirlestrum aðgengilegar þar sem hægt er að sjá bæði glærur og hlusta á erindin.

29.apríl 2011

Forritari óskast til starfa hjá BÍ

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða forritara til að vinna að hönnun og smíði næstu kynslóðar vefkerfa. Hjá upplýsingatæknisviði BÍ er unnið að þróun vefkerfa fyrir íslenskan landbúnað. Hæfniskröfur: - Góð almenn forritunarkunnátta - Reynsla af forritun í einhverju af eftirtöldu: Java, PHP, Python, Django, Javascript, jQuery og CSS...

20.apríl 2011

Niðurstöður afkvæmarannsókna á hrútum hjá búnaðarsamböndunum haustið 2010

Nú er búið að safna saman niðurstöðum úr öllum afkvæmarannsóknum á hrútum sem unnar voru á vegum búnaðarsambandanna haustið 2010. Umfang rannsóknanna var meira en nokkru sinni.

18.apríl 2011

Ný skýrsla um eflingu alifuglaræktar

Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi skilaði skýrslu um störf sín á dögunum. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að þar komi meðal annars fram þau viðhorf að alifuglarækt eigi að reka á sömu forsendum og aðrar búgreinar í landinu, með tilliti til fæðuöryggis, umhverfissjónarmiða, hollustu afurða og þeirra samfélagsáhrifa sem búgreinin hefur.

11.apríl 2011

Marsuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar

Nú hafa niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir mars 2011 verið birtar á vefnum. Þær má finna undir vefsíðum nautgriparæktarinnar eða með því að smella...

08.apríl 2011

Bændatorgið komið í notkun

Bændatorg, upplýsingagátt fyrir bændur og ráðunauta, er ný vefþjónusta frá BÍ sem er komin í notkun. Í hægra horninu uppi á bondi.is er hnappur sem heitir "Bændatorg". Þegar smellt er á hann birtist innskráningargluggi inn á Bændatorgið þar sem notendur geta náð í margvíslegar upplýsingar úr sínum búrekstri.

07.apríl 2011

Bein útsending frá aðalfundi LS

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefst í dag, fimmtudag, kl. 13:00 í Bændahöllinni í Reykjavík. Fundurinn stendur fram undir helgi en árshátíð LS verður haldin á föstudagskvöldinu.

05.apríl 2011

Afstaða bænda til ESB-viðræðna kynnt í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi á föstudaginn var kynnt ríkisstjórn Íslands ályktun Búnaðarþings vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB.