Fréttir og tilkynningar

03.mars 2011

Ræktum okkar land - Búnaðarþing 2011

Búnaðarþing verður sett sunnudaginn 6. mars í Súlnasal Hótels sögu kl. 13:30. "Ræktum okkar land" eru einkunnarorð setningarathafnarinnar en þar mun Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, halda setningarræðu. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar...

28.febrúar 2011

Hrossarækt og hestamennska

Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum í vikunni. Þriðjudaginn 1. mars. Hvanneyri, Borgarfirði.

24.febrúar 2011

Skráning hafin á Fræðaþing

Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu í Reykjavík. Þingið er samvinnuverkefni níu stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Á Fræðaþingi er fjallað um það sem er efst á baugi í rannsóknum og vísindum tengdum landbúnaði. Skráning þátttakenda er hafin...

21.febrúar 2011

Hrossarækt og hestamennska

Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30

17.febrúar 2011

Ráðunautafundir í Bændahöll

Dagana 17. – 18. febrúar funda ráðunautar í Bændahöllinni um sín faglegu málefni. Á dagskrá eru m.a. fyrirlestrar um fóðrun sauðfjár, dýraheilbrigði, ræktunarmálefni og rekstur búa. Dagarnir skiptast í málstofur þar sem rætt er um hvert fagsvið en einnig eru sameiginlegir fundir þar sem samþætting ráðgjafarþjónustunnar og starfsumhverfi hennar er til umfjöllunar.

14.febrúar 2011

Nýir kálfar á Nautastöð BÍ

Föstudaginn 11. febrúar komu 12 nýir nautkálfar á Nautastöð BÍ á Hesti. Níu koma af Suðurlandi, tveir koma af Norðausturlandi og einn úr Borgarfirði. Í meðfylgjandi skrá má sjá myndir af kálfunum og hvernig þeir eru ættaðir.

11.febrúar 2011

Fregnir um díoxínmengun í Skutulsfirði berast víða um heim

Í kjölfarið á umfjöllun um díoxínmengun í Skutulsfirði hafa birst fréttir í erlendum fjölmiðlum um að mengað íslenskt kjöt hafi verið sent á erlenda markaði. Komið hefur fram að tæplega 5 tonn af kindakjöti voru flutt út til Bretlands (2,2 tonn) og Spánar (2,7 tonn) sem eiga uppruna sinn af svæðinu fyrir vestan.

11.febrúar 2011

Uppgjör afurðaskýrslna komið á vefinn

Uppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir janúar er komið á vefinn. Nálgast má niðurstöðurnar í heild undir nautgriparækt á vef okkar með því að smella...

28.janúar 2011

Fræðaþingið verður haldið 10.-11. mars

Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá verður um hrossarækt og hestamennsku og horft verður t...

27.janúar 2011

Uppgjör skýrsluhaldsins 2010 komið á vefinn

Uppgjör afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar árið 2010 er komið á vefinn og má nálgast hér. Fjallað er um niðurstöðurnar í 2. tbl. Bændablaðsins á bls. 21.