Fréttir og tilkynningar

14.júní 2011

Nythæsta kýrin er Grása frá Gunnbjarnarholti

Niðurstöður afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar hafa verið birtar á vefnum og má nálgast þær hér. Meðalnyt 22.294 árskúa á síðustu 12 mánuðum er 5.330 kg. Meðalfjöldi árskúa á skýrsluhaldsbúunum er 36,5 en alls eru 607 bú skráð í skýrsluhaldi.

09.júní 2011

BLUP kynbótamatið í sauðfjárrækt 2011

Fyrir nokkru er lokið vinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfé árið 2011. Niðurstöður hafa verið aðgengilegar einstökum fjáreigendum á FJARVIS.IS í nokkurn tíma fyrir eigin bú. Töflur um hæstu hrúta úr kynbótamatinu yfir allt landið fyrir einstaka eiginleika ásamt umfjöllun um þær eru nú komnar á vefinn.

07.júní 2011

Greiðsla gæðastýringarálags í mjólkurframleiðslu hefur tafist

Greiðsla gæðastýringarálags í mjólkurframleiðslunni hefur tafist af tæknilegum orsökum. Nú hefur tekist að finna þær og lagfæra það sem olli töfunum. Vonast er til þess að í dag, 7. júní, takist að greiða öllum álagið.

07.júní 2011

Upplýsingafundur vegna Grímsvatnagossins

Upplýsingafundur um afleiðingar og úrræði vegna öskufalls úr Grímsvatnagosinu verður haldinn miðvikudaginn 8. júní í matsal Kirkjubæjarskóla. Fundurinn hefst kl. 14:00.

01.júní 2011

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt standa fyrir dyrum næstu daga. Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringunni er að hafa sótt undirbúningsnámskeið en þau verða haldin á eftirfarandi þremur stöðum:

31.maí 2011

"Upp í sveit 2011" dreift í 30 þúsund eintökum

Bæklingurinn „Upp í sveit 2011“ kom út í síðustu viku en í honum eru nákvæmar upplýsingar um bæi sem starfa undir merkjum Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar. Upp í sveit er prentaður í 30 þúsund eintökum og er dreift um allt land á helstu ferðamannastöðum í sumar.

23.maí 2011

Upplýsingar til bænda vegna eldgoss í Grímsvötnum

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar og orðsendingu til bænda á vef sínum vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þar er fjallað um viðbrögð við öskufalli, flóðahættu, slys og sjúkdóma og þolmörk búfjár fyrir flúori í fóðri og drykkjarvatni.

22.maí 2011

Eldgos í Grímsvötnum

Kröftugt eldgos er hafið í Grímsvötnum og mikils öskufalls gætir í Skaftafellssýslum, frá Mýrdalssandi í vestri og austur fyrir Freysnes í Öræfum. Þjóðvegurinn er lokaður frá Klaustri og austur að Freysnesi og ekkert ferðafæri er á svæðinu þar sem öskufallið er mest. Skyggni til gosstöðvanna er ekkert og íbúar og ferðamenn á svæðinu eru hvattir til að halda kyrru fyrir og vera ekki á ferðinni að n...

19.maí 2011

Bændur kynna vörur og þjónustu á Íslandsperlum

Helgina 21.-22. maí verður ferðasýningin Íslandsperlur haldin í Perlunni. Bændur í Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opnum landbúnaði verða með bás á sýningunni og kynna sínar vörur og þjónustu. Sýningin er árleg en bæklingurinn „Upp í sveit 2011“ kemur út á sama tíma.

16.maí 2011

Ferðaþjónusta bænda hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Ferðaþjónusta bænda hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2011. Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum við hátíðlega athöfn þar sem fjöldi ferðaþjónustubænda mætti til móttöku í boði Ólafs Ragnars Grímssonar ...