Fréttir og tilkynningar

22.júní 2011

Landsmót á Vindheimamelum

Nú er ljóst að 249 kynbótahross náðu lágmörkum til þátttöku í einstaklingssýningum landsmóts, um 42 klukkustundir myndi taka að dæma þau öll á Vindheimamelum. Ekki munu þau þó mæta öll til kynbótadóms á mótinu. Einn hestur hefur áður tekið þátt í elsta flokki á landsmóti og á því ekki þátttökurétt, líklegt er ...

22.júní 2011

Heildsöluverð á mjólk hækkar um 4,25%

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. júlí nk. um 4,25%. Þó hækkar smjör um 6,7% og mjólkurduft til iðnaðar um 6%.

15.júní 2011

Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi

Æðarsetur Íslands var opnað með hátíðlegri viðhöfn á annan í hvítasunnu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Það var frú Dorrit Moussaieff sem klippti á borða og opnaði setrið formlega en hún er jafnframt verndari þess.

14.júní 2011

Yfirlit um jarðræktarrannsóknir 2009-2010

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út skýrslu um jarðræktarrannsóknir áranna 2009-2010. Ýmist eru niðurstöður tilrauna eða viðfangsefna birtar fyrir hvort ár um sig eða samandregnar fyrir bæði árin eftir eðli tilrauna. Meðal annars er í ritinu að finna upplýsingar um áburðartilraunir og yrkjaprófanir í korn- og túnrækt, ýmsar tilraunir með matjurtir ásamt upplýsingum um veðurfar og vöxt áranna...

14.júní 2011

Nythæsta kýrin er Grása frá Gunnbjarnarholti

Niðurstöður afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar hafa verið birtar á vefnum og má nálgast þær hér. Meðalnyt 22.294 árskúa á síðustu 12 mánuðum er 5.330 kg. Meðalfjöldi árskúa á skýrsluhaldsbúunum er 36,5 en alls eru 607 bú skráð í skýrsluhaldi.

09.júní 2011

BLUP kynbótamatið í sauðfjárrækt 2011

Fyrir nokkru er lokið vinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfé árið 2011. Niðurstöður hafa verið aðgengilegar einstökum fjáreigendum á FJARVIS.IS í nokkurn tíma fyrir eigin bú. Töflur um hæstu hrúta úr kynbótamatinu yfir allt landið fyrir einstaka eiginleika ásamt umfjöllun um þær eru nú komnar á vefinn.

07.júní 2011

Greiðsla gæðastýringarálags í mjólkurframleiðslu hefur tafist

Greiðsla gæðastýringarálags í mjólkurframleiðslunni hefur tafist af tæknilegum orsökum. Nú hefur tekist að finna þær og lagfæra það sem olli töfunum. Vonast er til þess að í dag, 7. júní, takist að greiða öllum álagið.

07.júní 2011

Upplýsingafundur vegna Grímsvatnagossins

Upplýsingafundur um afleiðingar og úrræði vegna öskufalls úr Grímsvatnagosinu verður haldinn miðvikudaginn 8. júní í matsal Kirkjubæjarskóla. Fundurinn hefst kl. 14:00.

01.júní 2011

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt standa fyrir dyrum næstu daga. Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringunni er að hafa sótt undirbúningsnámskeið en þau verða haldin á eftirfarandi þremur stöðum:

31.maí 2011

"Upp í sveit 2011" dreift í 30 þúsund eintökum

Bæklingurinn „Upp í sveit 2011“ kom út í síðustu viku en í honum eru nákvæmar upplýsingar um bæi sem starfa undir merkjum Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar. Upp í sveit er prentaður í 30 þúsund eintökum og er dreift um allt land á helstu ferðamannastöðum í sumar.