Fréttir og tilkynningar

13.september 2011

Nýr kjarasamningur fyrir landbúnaðarverkafólk

Bændasamtök Íslands hafa samið við Starfsgreinasamband Íslands annars vegar og hins vegar Framsýn stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar og verkalýðsfélag Akraness um nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur ...

12.september 2011

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst hafa nú verið birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

06.september 2011

Rýniskýrsla ESB um íslenskan landbúnað – viðbrögð BÍ

Evrópusambandið hefur nú tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að Ísland sé ekki nægilega búið undir samninga um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Í bréfi ESB frá 1. september 2011 segir efnislega að ...

01.september 2011

Skrifstofur BÍ lokaðar föstudaginn 2. september

Vakin er athygli á því að vegna sumarferðar og árshátíðar starfsmanna Bændasamtaka Íslands verða skrifstofur samtakanna lokaðar föstudaginn 2. september nk. Þá verður skiptiborð símans ennfremur lokað.

29.ágúst 2011

Fjár- og stóðréttir haustið 2011

Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna verða fyrstu fjárréttir haustsins laugardaginn 3. september nk. en þá verður réttað á sex stöðum norðanlands, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fyrsta stóðrétt haustsins verður einnig sama dag, Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-...

25.ágúst 2011

Yfirlýsing frá BÍ vegna umræðu um sauðfjárrækt og sauðfjárbændur

Í ljósi umræðu um greinaskrif Þórólfs Matthíassonar háskólaprófessors við HÍ og umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni sem tengjast sauðfjárrækt og sauðfjárbændum hafa Bændasamtökin sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

24.ágúst 2011

Varnarlínum BÍ dreift með Bændablaðinu

Bændasamtökin gáfu nýlega út í miðopnu Bændablaðsins sk. varnarlínur samtakanna í aðildarviðræðum stjórnvalda við Evrópusambandið. Þær voru fyrst birtar í heild sinni sem viðauki í bók Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors um landbúnaðarlöggjöf ESB og Evrópska efnahagssvæðisins sem gefin var út fyrr í sumar.

19.ágúst 2011

Ný Handbók bænda

Handbók bænda er nú komin út í fimmtugasta og níunda sinn. Í bókinni kennir ýmissa grasa en auk hefðbundins efnis sem uppfært er á milli útgáfa er að finna mikið af nýju efni. Þar má m.a. nefna gæðakröfur fyrir bygg, upplýsingar um repjurækt, áburðarefni í mykju, upplýsingar um villta matsveppi í náttúrunni og leiðbeiningar um meðferð íslenska fánans ásamt fleiru.

18.ágúst 2011

Námskeið um minkarækt

Endurmenntun LbhÍ býður nú upp á námskeið í minkarækt en kennari er Einar E. Einarsson loðdýraræktarráðunautur Bændasamtakanna. Markmiðið er að veita góða mynd af minkarækt sem atvinnugrein og kynna þá möguleika sem hún hefur uppá að bjóða. Farið verður almennt yfir umfang minkaræktar í heiminum og kosti þess og galla að stunda minkarækt á Íslandi.

17.ágúst 2011

Haustfundir Landssamtaka sauðfjárbænda

Landssamtök sauðfjárbænda gangast fyrir opnum haustfundum þessa dagana. Fundirnir verða haldnir á sjö stöðum á landinu dagana 16.-18. ágúst. Formaður, framkvæmdastjóri og stjórnarmenn í í LS munu þar fjalla um stöðu og horfur innan greinarinnar.