Fréttir og tilkynningar

21.desember 2011

Hrúturinn Grábotni gaf flesta sæðisskammta í ár

Nú er vertíðinni lokið á sauðfjársæðingastöðvunum en síðasti sæðistökudagurinn var í dag á báðum stöðvunum. Undanfarin ár hafa um 800 bændur nýtt sér sauðfjársæðingar að einhverju leyti. Fyrir ári síðan voru sæddar tæplega 30.000 ær eða rétt innan við 10% af öllu ásettu fé í landinu.

20.desember 2011

Nýtt kynbótamat

Nú liggja fyrir niðurstöður afkvæmarannsókna fyrir nautin sem fædd eru árið 2005 og fyrstu niðurstöður fyrir nautin sem fædd eru árið 2006. Úr árgangi 2005 eru 12 naut tekin til framhaldsnotkunar og nú þegar eitt naut úr árgangi 2006.

15.desember 2011

Uppgjör sauðfjárræktarinnar árið 2011

Uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2011 er þegar hafið og gengur vel þessa dagana. Listar yfir efstu búin í kílóum eftir kind og svo yfir þá sem eru yfir 8 í gerð eru þegar aðgengilegir á vefnum. Við þá bætist síðan jafnt og þétt eftir því sem uppgjörinu miðar áfram.

12.desember 2011

Týra frá Hraunkoti er afurðahæst

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í nóvember hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

05.desember 2011

Ráðstefna um nautgriparækt – Glærur

Fagráð í nautgriparækt stóð fyrir ráðstefnu 30. nóvember 2011 þar sem tekin voru fyrir málefni er tengdust kynbótastarfi í nautgriparækt. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Bændahöllinni, var m.a. rætt um árangur kynbótastarfsins ...

25.nóvember 2011

Bændafundir BÍ um allt land

Árlegir Bændafundir Bændasamtaka Íslands (BÍ) hófust á þriðjudaginn með fundum á Hvanneyri, í Breiðabliki og á Egilsstöðum. Fundinum sem átti að vera á Hótel Tanga á Vopnafirði var aflýst vegna óveðurs.

16.nóvember 2011

Ullarverð 2011-2012

Gengið hefur verið frá samningi milli Ístex, LS og BÍ um ullarverð sem gildir frá og með 1. nóvember sl. og til októberloka 2012.  Verðskráin hækkar um 5,1% frá fyrra ári.  Það er talsvert minna en kjötverð hækkaði í nýliðinni sláturtíð.

16.nóvember 2011

Fundargerðir stjórnar Bændasamtaka Íslands aðgengilegar

Vakin er athygli á því að fundargerðir stjórnar Bændasamtaka Íslands, frá árinu 2008, eru aðgengilegar hér á vefnum. Yfirlit yfir fundargerðirnar er að finna ...

14.nóvember 2011

Hrútaskrá 2011-2012 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er nú aðgengileg á Netinu. Prentútgáfan verður tilbúin í lok vikunnar og fer þá í póst til bænda. Einnig er hægt að skoða hrútana á vef Búnaðarsambands Suðurlands ...

12.nóvember 2011

Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar haustið 2011

Búið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsókna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2011. Hægt er að kynna sér þær niðurstöður ...