Fréttir og tilkynningar

29.október 2011

BÍ óskar eftir að ráða forritara

Upplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða forritara til að vinna að hönnun og smíði næstu kynslóðar vefkerfa. Hjá upplýsingatæknisviði BÍ er unnið að þróun vefkerfa fyrir landbúnað.

18.október 2011

Julian Cribb: Upptökur og fréttaumfjöllun

Húsfyllir var á fyrirlestri Julian Cribb sem haldinn var í vikunni í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Hér á vefnum er hægt að nálgast upptökur af fundinum ásamt ýmsum viðtölum og annarri umfjöllun í tengslum við fundinn:

11.október 2011

Tjón vegna álfta og gæsa

Álft og gæs valda miklu tjóni á ræktarlöndum ár hvert. Til þess að afla frekari gagna um tjón vilja Bændasamtökin beina því til bænda að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til samtakanna á netfangið bpb@bondi.is.

11.október 2011

Niðurstöður skýrsluhalds fyrir septembermánuð

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir septembermánuð hafa nú verið birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldi.

07.október 2011

Námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt

Dagana 7. - 11. nóvember verða haldin 1-3 námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt. Staðsetning og fjöldi námskeiða fer eftir því hvaðan þátttakendur eru og fjölda þeirra.

30.september 2011

Sumarhús BÍ á Hólum til leigu í vetur

Eitt sumarhús Bændasamtaka Íslands að Hólum er laust til útleigu í lengri eða skemmri tíma í vetur. Búið er að endurnýja húsið sem er í mjög góðu ástandi. Áhugasamir geta haft samband við Halldóru Ólafsdóttur á skirfstofu BÍ í síma 563--0360 eða með því að senda henni netpóst á ho@bondi.is.

29.september 2011

Viðbrögð Bændasamtaka Íslands vegna frétta af orsökum hækkandi verðbólgu

Í fréttatímum Ríkisútvarpsins 28. september sl. voru fluttar fréttir af aukinni verðbólgu og m.a. rætt við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ um ástæður hennar. Taldi hann að skýringarnar væri að finna í verðhækkunum á íslenskum búvörum undanfarna mánuði og að búvöruframleiðendur væru að „taka meira til sín í skjóli einokunar“...

28.september 2011

Norðmenn fylgjast vel með ESB-málum

Sjö manna hópur frá norska landbúnaðarráðuneytinu kom til fundar við starfsmenn BÍ í Bændahöllinni á dögunum. Tilefnið var að ræða þau mál sem efst eru á baugi í íslenskum landbúnaði og ræða stöðu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið.

20.september 2011

Íslensk þýðing á kaflanum um landbúnað og dreifbýlisþróun í rýniskýrslu framkvæmdastjórnar ESB

Íslensk þýðing liggur nú fyrir á kaflanum (11. kafli) um landbúnað og dreifbýlisþróun í rýniskýrslu framkvæmdastjórnar ESB.

13.september 2011

Nýr kjarasamningur fyrir landbúnaðarverkafólk

Bændasamtök Íslands hafa samið við Starfsgreinasamband Íslands annars vegar og hins vegar Framsýn stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar og verkalýðsfélag Akraness um nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur ...