Fréttir og tilkynningar

22.desember 2011

Um greiðslur á geymslugjaldi samkvæmt sauðfjársamningi

Vart hefur orðið misskilnings þess efnis að von sé á geymslugjaldsgreiðslu nú fyrir áramótin til sauðfjárbænda. Svo er þó ekki.

22.desember 2011

Með hvaða hugarfari eigum við að nálgast ræktunarstarfið?

Framkvæmdastjóri Landsambands kúabænda ritaði fyrir skömmu pistil á naut.is þar sem gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum afkvæmadóms nautaárgangs 2005 og nýjum nautum sem tekin verða til notkunar, sem og nýjum nautsfeðrum.

21.desember 2011

Opnunartímar skrifstofu BÍ yfir hátíðarnar

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða opnar sem hér segir yfir hátíðarnar: - fimmtudagur 22. desember: Lokað - föstudagur 23. desember, Þorláksmessa: Lokað - mán. 26. desember: Lokað

21.desember 2011

Opnunartímar skrifstofu BÍ yfir hátíðarnar

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða opnar sem hér segir yfir hátíðarnar: - fimmtudagur 22. desember: 8:00-12:00. Lokað eftir hádegi. - föstudagur 23. desember, Þorláksmessa: Lokað

21.desember 2011

Hrúturinn Grábotni gaf flesta sæðisskammta í ár

Nú er vertíðinni lokið á sauðfjársæðingastöðvunum en síðasti sæðistökudagurinn var í dag á báðum stöðvunum. Undanfarin ár hafa um 800 bændur nýtt sér sauðfjársæðingar að einhverju leyti. Fyrir ári síðan voru sæddar tæplega 30.000 ær eða rétt innan við 10% af öllu ásettu fé í landinu.

20.desember 2011

Nýtt kynbótamat

Nú liggja fyrir niðurstöður afkvæmarannsókna fyrir nautin sem fædd eru árið 2005 og fyrstu niðurstöður fyrir nautin sem fædd eru árið 2006. Úr árgangi 2005 eru 12 naut tekin til framhaldsnotkunar og nú þegar eitt naut úr árgangi 2006.

15.desember 2011

Uppgjör sauðfjárræktarinnar árið 2011

Uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2011 er þegar hafið og gengur vel þessa dagana. Listar yfir efstu búin í kílóum eftir kind og svo yfir þá sem eru yfir 8 í gerð eru þegar aðgengilegir á vefnum. Við þá bætist síðan jafnt og þétt eftir því sem uppgjörinu miðar áfram.

12.desember 2011

Týra frá Hraunkoti er afurðahæst

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í nóvember hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

05.desember 2011

Ráðstefna um nautgriparækt – Glærur

Fagráð í nautgriparækt stóð fyrir ráðstefnu 30. nóvember 2011 þar sem tekin voru fyrir málefni er tengdust kynbótastarfi í nautgriparækt. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Bændahöllinni, var m.a. rætt um árangur kynbótastarfsins ...

25.nóvember 2011

Bændafundir BÍ um allt land

Árlegir Bændafundir Bændasamtaka Íslands (BÍ) hófust á þriðjudaginn með fundum á Hvanneyri, í Breiðabliki og á Egilsstöðum. Fundinum sem átti að vera á Hótel Tanga á Vopnafirði var aflýst vegna óveðurs.