Fréttir og tilkynningar

12.desember 2011

Týra frá Hraunkoti er afurðahæst

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í nóvember hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

05.desember 2011

Ráðstefna um nautgriparækt – Glærur

Fagráð í nautgriparækt stóð fyrir ráðstefnu 30. nóvember 2011 þar sem tekin voru fyrir málefni er tengdust kynbótastarfi í nautgriparækt. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Bændahöllinni, var m.a. rætt um árangur kynbótastarfsins ...

25.nóvember 2011

Bændafundir BÍ um allt land

Árlegir Bændafundir Bændasamtaka Íslands (BÍ) hófust á þriðjudaginn með fundum á Hvanneyri, í Breiðabliki og á Egilsstöðum. Fundinum sem átti að vera á Hótel Tanga á Vopnafirði var aflýst vegna óveðurs.

16.nóvember 2011

Ullarverð 2011-2012

Gengið hefur verið frá samningi milli Ístex, LS og BÍ um ullarverð sem gildir frá og með 1. nóvember sl. og til októberloka 2012.  Verðskráin hækkar um 5,1% frá fyrra ári.  Það er talsvert minna en kjötverð hækkaði í nýliðinni sláturtíð.

16.nóvember 2011

Fundargerðir stjórnar Bændasamtaka Íslands aðgengilegar

Vakin er athygli á því að fundargerðir stjórnar Bændasamtaka Íslands, frá árinu 2008, eru aðgengilegar hér á vefnum. Yfirlit yfir fundargerðirnar er að finna ...

14.nóvember 2011

Hrútaskrá 2011-2012 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er nú aðgengileg á Netinu. Prentútgáfan verður tilbúin í lok vikunnar og fer þá í póst til bænda. Einnig er hægt að skoða hrútana á vef Búnaðarsambands Suðurlands ...

12.nóvember 2011

Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar haustið 2011

Búið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsókna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2011. Hægt er að kynna sér þær niðurstöður ...

11.nóvember 2011

Afurðaskýrslur: Hæsta meðalnyt er 8.355 kg

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

04.nóvember 2011

Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.

31.október 2011

Vegna umræðu um stjórnsýsluverkefni

Fréttastofa Ríkisútvarpsins flutti 26. október sl. frétt um stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands sinna. Þar kom fram að ekki væri sjáanlegt á framlögðu fjárlagafrumvarpi að flytja ætti verkefni frá BÍ til Matvælastofnunar þrátt fyrir ábendingar þar um frá Ríkisendurskoðun. Í fréttinni er því haldið fram að ríkisvaldið greiði ...