Fréttir og tilkynningar

15.júlí 2011

Viðmiðunarverð kindakjöts 2011 hækkar um 25%

Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út viðmiðunarverð á lamba- og kindakjöti til bænda fyrir árið 2011. Að þessu sinni hækkar verðskráin um 25% frá fyrra ári. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri.

15.júlí 2011

Fjósameistari / Nautahirðir óskast til starfa

Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði auglýsir eftir umsóknum um starf fjósameistara - nautahirðis. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. en ráðið verður í starfið frá 1. september.

12.júlí 2011

Kynbótahross á HM 2011 í Austurríki

Eftirfarandi kynbótahross og knapar hafa verið valin til þátttöku á HM í Austurríki fyrir Íslands hönd.

11.júlí 2011

Niðurstöður skýrsluhalds í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir júní 2011 hafa nú verið birtar á vefnum og má sjá þær nánar hér. Helstu niðurstöður eru þær að meðalnyt 21.360 árskúa á skýrslum er 5.335 kg og meðalfjöldi árskúa á skýrsluhaldsbúunum er 36,5.

06.júlí 2011

Bændasamtökin kynna lágmarkskröfur í viðræðunum við ESB

Bændasamtök Íslands kynntu í dag með formlegum hætti kröfur sínar í yfirstandandi samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Um er að ræða svokallaðar varnarlínur sem eru alls sjö talsins.

28.júní 2011

Kjarasamningur landbúnaðarverkafólks til Ríkissáttasemjara

Þann 30. nóvember 2010 rann út samningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara fimmtudaginn 7. júlí.

22.júní 2011

Landsmót á Vindheimamelum

Nú er ljóst að 249 kynbótahross náðu lágmörkum til þátttöku í einstaklingssýningum landsmóts, um 42 klukkustundir myndi taka að dæma þau öll á Vindheimamelum. Ekki munu þau þó mæta öll til kynbótadóms á mótinu. Einn hestur hefur áður tekið þátt í elsta flokki á landsmóti og á því ekki þátttökurétt, líklegt er ...

22.júní 2011

Heildsöluverð á mjólk hækkar um 4,25%

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. júlí nk. um 4,25%. Þó hækkar smjör um 6,7% og mjólkurduft til iðnaðar um 6%.

15.júní 2011

Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi

Æðarsetur Íslands var opnað með hátíðlegri viðhöfn á annan í hvítasunnu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Það var frú Dorrit Moussaieff sem klippti á borða og opnaði setrið formlega en hún er jafnframt verndari þess.

14.júní 2011

Yfirlit um jarðræktarrannsóknir 2009-2010

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út skýrslu um jarðræktarrannsóknir áranna 2009-2010. Ýmist eru niðurstöður tilrauna eða viðfangsefna birtar fyrir hvort ár um sig eða samandregnar fyrir bæði árin eftir eðli tilrauna. Meðal annars er í ritinu að finna upplýsingar um áburðartilraunir og yrkjaprófanir í korn- og túnrækt, ýmsar tilraunir með matjurtir ásamt upplýsingum um veðurfar og vöxt áranna...